Á sjó

Um borð í Náttfara
Um borð í Náttfara
Eitt af verkefnum hvers árs er Hvalaskólinn. Nemendur í fimmta bekk stunduðu nám um hvali, lífríki hafsins o.fl. Unnið var með söguna um Moby Dick og gerð verkefni í tengslum við hana. Nemendur gerðu stóra mósaíkmynd af þessum sögufræga búrhval sem má sjá á Hvalasafninu á Húsavík. Skólinn samþættir ólík viðfangsefni í þessu verkefni s.s. listir, íslensku, samvinnu og útiveru.

Eitt af verkefnum hvers árs er Hvalaskólinn. Nemendur í fimmta bekk stunduðu nám um hvali, lífríki hafsins o.fl. Unnið var með söguna um Moby Dick og gerð verkefni í tengslum við hana. Nemendur gerðu stóra mósaíkmynd af þessum sögufræga búrhval sem má sjá á Hvalasafninu á Húsavík. Skólinn samþættir ólík viðfangsefni í þessu verkefni s.s. listir, íslensku, samvinnu og útiveru.

Nemendur fengu fræðslu hjá Huld Hafliðadóttur, starfsmanns Hvalasafnsins um hvali, lífríki hafsins og mengun sjávar. Sömuleiðis fengu nemendur að skoða safnið. Lokahnykkurinn í þessu verkefni er hvalaskoðun en nemendur fóru í siglingu í boði Norðursiglingar um Skjálfandaflóa og skoðuðu hvali en þann daginn var mikið að sjá í blíðskaparveðri. Þeir spjölluðu svo við ferðamenn og beittu erlendri tungu. Hvalaskólinn heppnaðist ákafleg vel og þökkum við samstarfsaðilum kærlega fyrir samvinnuna.

 

 


Athugasemdir