Allir hlæja á Öskudaginn

Elsta heimild um öskupokann er frá miðri 18. öld.
Elsta heimild um öskupokann er frá miðri 18. öld.
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 10. febrúar.

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 10. febrúar næstkomandi.

Kennsla verður fram að hádegi samkvæmt stundaskrá þennan dag í skólanum. Að loknum hádegisverði hvetjum við nemendur til að fara saman í hópum í fyrirtæki og stofnanir, syngja og safna sér mæru. Jafnframt hvetjum við nemendur og starfsfólk til að koma í búningum í skólann á þessum skemmtilega degi.

Nemendur 6. bekkjar slá svo upp öskudagsballi í Íþróttahöllinni  kl. 17:30 síðar um daginn. Þar verður kötturinn sleginn úr tunninni og dansað saman.


Athugasemdir