Fokk me - Fokk you

Frá fræðslu dagsins
Frá fræðslu dagsins
Nemendur sjöunda til tíunda bekkjar fengu fræðslu í morgun frá verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.

Nemendur sjöunda til tíunda bekkjar fengu fræðslu í morgun frá verkefninu Fokk me-Fokk you sem fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.

Fræðslan sjálf skiptist í þrjá hluta, í fyrsta hluta fjöllum við um sjálfmyndina og vekjum þau til umhugsunar hvað það sé nákvæmlega sem þau stjórnast af.

Við ræðum um hinsegin málefni og ræðum um hve mikilvægt er að sýna hvort öðru virðingu.

Í öðrum hluta förum við vel yfir hvaða áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar hafa á okkur og tökum dæmi úr netheiminum. Við förum vel yfir notkun samfélagsmiðla eins og facebook, instagram og snapchat svo dæmi séu tekin og ræðum um dekkri hliðar þeirra. Við ræðum sérstaklega um stafrænt kynferðisofbeldi t.d. dreifingu nektarmynda og óumbeðnar dickpics.

Lokahlutinn á fræðslunni fjallar í megindráttum um kynheilbrigði, kynlíf, klám og hvernig það síðastnefnda getur haft óheilbrigð áhrif á samskipti kynjanna. Við ræðum á opinskáan hátt um mýtur, pressuna sem fylgir unglingsárunum og hvers vegna það ætti ekki að nota klám sem mælitæki á heilbrigt kynlíf. Við hvetjum þau til að ræða alla þessa hluti á opinskáan hátt og leggjum áherslu á að þau séu samkvæm sjálfum sér. Í gegnum alla fræðsluna erum við dugleg að styðjast við myndir, reynslusögur ungs fólk, skjáskot frá ungu fólki og notum við skemmtileg fræðslumyndbönd til að brjóta upp fræðsluna.

Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi völdu fræðsluna Fokk Me-Fokk You sem besta verkefnið í opnum flokki á vettvangi frítímans á aðalfundi Samfés 2017.


Athugasemdir