Fótskemlar smíðaðir fyrir skólann

Á hverju hausti hafa iðjuþjálfar skólans farið í bekki þar sem kennara hafa óskað eftir aðstoð við að stilla borð eftir þörfum hvers nemanda. Á síðustu árum hefur reyndar oft komið í ljós að stólar passa ekki nægilega vel við barnið sem á að sitja á þeim.

Á hverju hausti hafa iðjuþjálfar skólans farið í bekki  þar sem kennara hafa óskað eftir aðstoð við að  stilla borð eftir þörfum hvers nemanda.  Á síðustu árum hefur reyndar oft komið í ljós  að stólar passa ekki nægilega vel við barnið sem á að sitja á þeim. Nemendur eru misjafnir að stærð og lögun og því gefur að skilja að húsgögnin þurfa  að hæfa nemendum og helst að vera stillanleg. Oft hafa verið rædd „skólahúsgagnamál“  hér innanhúss  og þeirri brýnu þörf að fara að endurnýja  þau. Með einhverjum hætti þarf samt að brúa bilið og  í fyrra kom upp sú hugmynd að smíða fótaskemla hér í skólanum og Birgir smíðakennari tók það að sér. Nemendur tóku fótskemlunum fegins hendi  og flestir mjög ánægðir að fá stuðning undir fæturnar  í stað þess að hafa þær dinglandi.

Sú vinnuaðstaða sem nemendur búa við er ekki nægilega góð til að skapa þeim þau skilyrði sem eru nauðsynleg fyrir þá vinnu sem þeir sinna í skólanum. Þegar unnið er í skólanum er mikilvægt að nemandi sitji vel. Ef stólar passar illa fyrir nemendur getur það valdið óróleika, dregið úr einbeitingu og haft áhrif á úthald og vinnusemi. Með auknum stöðugleika í sæti er hægt að draga úr þessum einkennum.                 
Í haust kom fljótt í ljós  þörfin fyrir fleiri fótaskemla. Þá vaknaði sú hugmynd að fá nemendur með í þetta verkefni. Tveir nemendur í valáfanganum smíði voru hvattir til að vinna verkefnið undir leiðsögn smíðakennara og með hjálp iðjuþjálfa. Það gekk afar vel og fótaskemlarnir  voru afhentir Þórgunni skólastjóra til notkunar á yngsta stigi. 
Vonandi hjálpa fótaskemlarnir að brúa bilið þangað til skólinn getur  endurnýjað skólahúsgögnin.

 

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir