Páskafrí, gleðilega páskahátíð

Nemendur og starfsfólk halda nú glöð og ánægð inn í páskafríið. Við óskum lesendum gleðilegra páska og vonum að öll eigi ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Kennsla heldur áfram þriðjudaginn 2. apríl næstkomandi. Þeir eru margir málshættirnir og HÉR má finna upplýsingar um málshætti og skemmtileg verkefni þeim tengd, eins og Dropinn holar ekki steininn með valdi heldur með því að falla stöðugt.
Lesa meira

Líttu inn í Latabæ

Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fara í skólaferðalag í lok skólaárs. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira

Að kanna hagi ungs fólks

Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun.
Lesa meira

Innritun í framhaldsnám opnar senn

Senn hefst innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaárið 2024-2025. Því eru spennandi tímar í vændum. Við vekja athygli nemenda sem ljúka senn grunnskólagöngu sinni og foreldrum þeirra á því að á næstu dögum munu nemendur fá afhent bréf í skólanum.
Lesa meira

Orri óstöðvandi og frábær mæting foreldra

Rithöfundurinn, handknattleiksmaðurinn og þjálfarinn Bjarni Fritzson heimsótti skólann í vikunni. Hann er menntaður í sálfræði og rekur sjálfstyrkingarfyrirtækið Út fyrir kassann. Bjarni hefur hlotið verðlaun fyrir barnabækur sínar um Orra óstöðvandi og eru bæði leikrit og kvikmynd í kortunum. Heimsókn hans er liður í aukinni áherslu á lestur og lestrarmenningu. Við þökkum foreldrafélagi skólans og Kvenfélagi Húsavíkur fyrir samstarfið í þessu verkefni.
Lesa meira

Fjármálaleikar 2024

Nemendur Borgarhólsskóla taka nú þátt í fjármálaleikunum í fyrsta skipti. Gangur leiksins er þannig að þátttakendur svara 48 spurningum á fjórum efnissviðum: Ég, heimilið, nám og atvinna og svo samfélagið.
Lesa meira

Framtíðarstörfin í messunni

Nemendur níunda bekkjar tóku þátt í starfamessa sem fór fram á Akureyri í liðinni viku. Markmið messunnar er að kynna fyrir tilvonandi og núverandi framhaldsskólanemum hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum meðal norðlenskra fyrirtækja, eftir nám með áherslu í verk-, tækni- og iðngreinum.
Lesa meira

Endurnýting og enginn sósublettur

Elstu nemendur skólans fara á örnámskeið í ólíkum greinum og sviðum tilverunnar. Nemendur á endurnýtingarnámskeiði hafa gefið gömlum flíkum og hlutum nýtt líf undir handleiðslu Þóru Katrínar Þórsdóttur.
Lesa meira

Árangur í lestri - samstarf heimilis og skóla

Grunnskólum ber að kanna lesfimiviðmið nemenda. Í upphafi skólárs, um miðbik þess og í lok hvers skólaárs. Lesfimi er samsett færni sem felst í leshraða, lestrarnákvæmni, áherslum og hrynjandi í lestri. Fjölmargar rannsóknir sýna að sterk tengsl eru milli lesfimi og lesskilnings og með því að bæta lesfimi nemenda eflist lesskilningur jafnframt.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 14. febrúar.
Lesa meira