Kapphlaupið út í geim

Samfélag mögulegra áfangastaða
Samfélag mögulegra áfangastaða
Í næstu viku fer fram landkönnuðahátíð á Húsavík. Af því tilefni hefur Könnunarsögusafnið í samstarfi við ýmsa aðila blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi skólans um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða.

Í næstu viku fer fram landkönnuðahátíð á Húsavík. Af því tilefni hefur Könnunarsögusafnið í samstarfi við ýmsa aðila blásið til hugmyndasamkeppni meðal nemenda á unglingastigi skólans um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða.

Segir í kynningunni á samkeppninni að fyrir 1100 árum fóru víkingar yfir sjóinn, fundu Ísland og settust þar að. Nú er þar samfélag með eigið tungumál, eigin menningu og eigin einkenni. Einhvern daginn verður mögulegt að ferðast lengra um geiminn en gert hefur verið í dag.

Nemendum býðst að velja sér verkefni og eru þeir hvattir áfram með spurningu á borð við „hvaða stað myndir þú vilja heimsækja, myndir þú koma til baka og hvað þarf til að lifa þar af“? Þeir staðir, plánetur og tungl sem nemendur fengu til að velta fyrir sér er byggt á mati vísindamanna sem þeir telja líklegast að geti hýst menn.

Staðirnir eru, Tunglið, Mars, Evrópa sem er tungl við Júpíter, Titan og Enceladus sem eru tungl við Satúrnus. Nemendur þurfa að hugsa hvað væri gott að hafa meðferðis, velta fyrir sér hvaða áskoranir yrðu mönnunum erfiðastar þar sem dagarnir eru mislangir og þyngdaraflið ólíkt því sem við þekkjum. Ef nemendum líst ekki á neinn þessara staða geta þeir unnið með fjarlægari staði, jafnvel utan sólkerfisins og leitað svara við spurningunni; hvert þeir myndu fara? Nú ef enginn þessara staða hentar og þeir vilja dvelja á Jörðinni þá þarf að svara því hvers vegna ættum við ekki að leita leiða til að fara út í hinn mikla alheim.

Nemendur eiga að velja eitt verkefni og geta skilað sínum hugmyndum með ólíkum hætti, hvort sem er í skýrslu eða ritgerð, myndbandi eða myndasögu. Skil á verkefninu á ekki að setja nemendum skorður.

Forseti Íslands mun veita áhugaverðasta verkefninu verðlaun en skilafrestur er til 18. október næstkomandi. Nú er bara drífa sig út í geim með hugaraflið og ímyndunina að vopni.

Í tengslum við hátíðina munu tvíburarnir Nungshi og Tashi Malik hitta unglinga en þær hafa klifið hæstu fjöll í hverri heimsálfu sem og farið á báða pólana. Þær berjast fyrir jafnrétti kynjanna og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur.


Athugasemdir