Kennarar Borgarhólsskóla sýna góða fagþekkingu

Menntamálastofnun hefur gefið út skýrslu í kjölfar ytra mats á Borgarhólsskóla. Stofnunin gerir reglulega úttekt á grunnskólum landssins og óskaði Borgarhólsskóli og Norðurþing eftir úttektinni að þessu sinni. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis og byggir á skyldum ríkis og sveitarfélaga í samræmi við lög um grunnskóla.

Menntamálastofnun hefur gefið út skýrslu í kjölfar ytra mats á Borgarhólsskóla. Stofnunin gerir reglulega úttekt á grunnskólum landssins og óskaði Borgarhólsskóli og Norðurþing eftir úttektinni að þessu sinni. Matið er hluti af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis og byggir á skyldum ríkis og sveitarfélaga í samræmi við lög um grunnskóla.

Í skýrslunni er fjallað um ytra mat á skólanum og voru rannsakendur á vettvangi í byrjun október síðastliðinn. Matið skiptist í fjóra þætti; stjórnun, nám og kennsla, innra mat og skóli án aðgreiningar. En síðasti þátturinn var metinn að ósk skólans.

Með ytra mati er lögð sérstök áhersla á að efla og styðja innra mat og gæðastjórnun skóla, styðja skóla, stjórnendur og kennara í umbótum á eigin starfi, hvetja kennara til að vinna saman að því að bæta eigin starfshætti og vera skólum hvati til frekari skólaþróunar.

Matsaðilar öfluðu sér gagna um skólann, fóru í vettvangsathuganir og notuðu rýniviðtöl. Kallað var eftir ýmsum gögnum frá skólanum, s.s. niðurstöðum samræmdra könnunarprófa, kennsluáætlunum, símenntunaráætlun og yfirliti yfir valgreinar. Matsaðilar héldu kynningarfund með starfsfólki og kynntu forsendur mats og framkvæmdina.

Hver matsþáttur er greindur niður í nokkra þættir. Í hverjum þætti er farið yfir styrkleika og tækifæri til úrbóta sem sjá má í skýrslunni. Skýrslan er skýrt fram sett, auðvelt að lesa hana og greina niðurstöður hennar.

Nokkur dæmi;

Skipulag náms og námsumhverfi

Styrkleikar

• Skólastofur eru almennt vel útbúnar og hvetjandi til náms.

• Hluti námstíma nemenda á unglingastigi fer fram í fjölbreyttum smiðjum, m.a. nám í list- og

verkgreinum.

Tækifæri til umbóta

• Samræma framkvæmd og umfjöllun um námsmat í námsáætlunum.

• Gefa nemendum í unglingadeild kost á auknum tíma í valgreinar í frjálsu vali.

• Auka val í námi nemenda á miðstigi og yngsta stigi.

• Koma á reglulegum nemendasamtölum.

• Bæta aðstöðu nemenda á skólalóð

 

Kennsluhættir og gæði kennslu

Styrkleikar

• Kennarar sýna góða fagþekkingu í vettvangsathugunum og voru um 85% stunda metnar góðar

eða frábærar.

• Kennslustundir eru vel skipulagðar og tími vel nýttur.

• Endurgjöf á námi er regluleg og nemendur taka þátt í að meta stærri verkefni og verkefni í

sýnismöppum.

• Í námsáætlunum sem liggja fyrir er gerð grein fyrir kennsluaðferðum og í flestum tilvikum

einnig námsmati.

Tækifæri til umbóta

• Nýta tækifæri sem felast í teymiskennslu og samkennslu árganga til að koma enn betur til

móts við ólíka hópa nemenda og til enn fjölbreyttari kennsluhátta.

• Stefna að kennsluháttum þar sem lausnamiðuð eða leiðbeinandi kennsla er áberandi.

• Gera skýrari grein fyrir námsmati í námsáætlunum.

• Gera nemendum grein fyrir markmiðum stundarinnar.

 

Í upphafi skólaárs hófst innleiðing á nýju kennslufyrirkomulagi sem felst í teymivinnu- og –kennslu. Jákvæð niðurstaða úttektarinnar sýnir því enn frekar styrk starfsfólks skólans og styður við þær breytingar sem eru í gangi.

Niðurstöður skýrslunnar sýna að Borgarhólsskóli kemur reglulega vel út. Jafnaframt er bent á tækifæri til umbóta til að styrkja skólastarfið og gera góðan skóla enn betri.

Skýrsluna má lesa HÉR.


Athugasemdir