Laus störf

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is Við leitum að starfsfólki sem...

Borgarhólsskóli er tæplega 300 barna skóli á Húsavík. Þar fer fram metnaðarfullt skólastarf og áhersla er lögð á jákvæð samskipti og samveru. Skólasýn, stefnu skólans og fleiri upplýsingar um skólastarfið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans http://www.borgarholsskoli.is

Við leitum að starfsfólki sem:

  • hefur áhuga á kennslu og vinnu með börnum
  • treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
  • hefur lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum
  • er sveigjanlegt
  • er sjálfstætt í vinnubrögðum og sýnir eða býr yfir frumkvæði
  • hefur jákvæðni og starfsgleði að leiðarljósi.

Umsækjendur verða einnig að:

  • vera skipulagðir, stundvísir, heilsuhraustir og snyrtilegir í umgengni
  • hafa færni til jákvæðra samskipta við nemendur, foreldra og samstarfsfólk

Okkur vantar grunnskólakennaramenntað starfsfólk til starfa í eftirfarandi:
-umsjónarkennara 100 % staða og um framtíðarstarf getur verið að ræða
-íþróttakennara í afleysingar til eins árs í 100% starfshlutfall
-textílkennara í framtíðarstarf 70% starfshlutfall, möguleiki á hærra hlutfalli

Þá eru einnig laus til umsóknar eftirfarandi blönduð störf
-skólaliðar, tvö störf 50-64% hlutfall
-aðstoð í mötuneyti 65% starfshlutfall

Húsvörður

Laust er til umsóknar starf húsvarðar 100% staða.
Meginhlutverk hans er að sjá um að húsnæði og allur búnaður sem og lóð skólans séu ávallt í fullnægjandi ástandi og aðgengileg fyrir starfsfólk og nemendur. Hann sér um opnun skólahúsnæðis að morgni og ber ábyrgð á frágangi húsnæðis í lok skóladags. Sinnir almennu viðhaldi. Húsvörður skal gegna starfinu samkvæmt grunnskólalögum, reglugerðum, starfslýsingu, kjarasamningum og starfsmannastefnu Norðurþings, eftir því sem við á.
Hann er mikilvægur þátttakandi í uppeldisstarfi skólans. Hann skal hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og sýna nemendum skólans gott fordæmi, vera jákvæður, traustur og samkvæmur sjálfum sér.
Nánari starfslýsingu er hægt að fá hjá skólastjóra.

Hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur um öll störfin er til 6. maí 2016

Umsóknum skal skila í tölvupósti á netfangið threyk@borgarholsskoli.is
Ferilskrá skal fylgja umsókn sem og afrit af prófskírteinum.
Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá skólastjóra Þórgunni R. Vigfúsdóttur í síma 4646140.


Athugasemdir