Lífið á Laugum

vaskir drengir
vaskir drengir
Nemendur 9. bekkjar skólans lögðu snemma af stað í gær í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal. Það var snjókoma og kuldi sem mætti nemendum í morgunsárið en leiðin lág í vestur og um hádegisbil voru þeir mættir á Vesturlandið. Þegar þangað var komið var fundað með nemendum um reglur og lífið á Laugum og hádegisverður snæddur að því loknu. Nemendur komu sér svo fyrir í sínum herbergjum og var síðan skipt í hópa áður en tekið var til starfa.
Nemendur 9. bekkjar skólans lögðu snemma af stað í gær í skólabúðir að Laugum í Sælingsdal.
Það var snjókoma og kuldi sem mætti nemendum í morgunsárið en leiðin lág í vestur og um hádegisbil voru þeir mættir á Vesturlandið.
Þegar þangað var komið var fundað með nemendum um reglur og lífið á Laugum og hádegisverður snæddur að því loknu. Nemendur komu sér svo fyrir í sínum herbergjum og var síðan skipt í hópa áður en tekið var til starfa.
Dagurinn fór vel fram og þreyttir gengu unglingarnir okkar til hvílu.
Fyrir marga er það ákveðinn sigur að vera lengi að heima og án foreldra sinna. Í morgun vöknuðu því margir sigurvegarar tilbúnir í verkefni dagsins í dag.

Athugasemdir