Sigling um Skjálfanda

Á siglingu um Skjálfanda
Á siglingu um Skjálfanda
Það var einmuna veðurblíða í októbermánuði og viðrað vel til siglinga. Norðursigling bauð nemendum unglingastigs fyrir skömmu að fara í siglingu um Skjálfandaflóa og taka land í Flatey. Fyrirtækið hefur áður boðið nemendum í slíka siglingu og færum við því bestu þakkir fyrir.

Það var einmuna veðurblíða í októbermánuði og viðrað vel til siglinga. Norðursigling bauð nemendum unglingastigs fyrir skömmu að fara í siglingu um Skjálfandaflóa og taka land í Flatey. Fyrirtækið hefur áður boðið nemendum í slíka siglingu og færum við því bestu þakkir fyrir.

Nokkuð margir nemendur höfðu ekki áður farið í siglingu um flóann og því síður komið í Flatey. En þar var borðað nesti, farið í kirkjuna og vitann. Í kirkjunni var hlýtt á orgelleik og teknar myndir úr vitanum. Veður var afar gott þrátt fyrir svalan andvara og smávegis pus á sjónum. Nemendur höfðu gaman og gott af ferðinni sem vonandi verður árviss viðburður.

Myndir úr ferðinni má sjá HÉR.


Athugasemdir