Skólaárinu lokið – gleðilegt sumar

Fjölmenni við skólalok
Fjölmenni við skólalok
Skólaárinu 2015 – 2016 er formlega lokið og framundan er sumarfrí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu þann 15. ágúst næstkomandi og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn þann 24. þess mánaðar.

Skólaárinu 2015 – 2016 er formlega lokið og framundan er sumarfrí. Starfsfólk mætir aftur til vinnu þann 17. ágúst næstkomandi og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn þann 24. þess mánaðar.

Nemendur voru kvaddir síðastliðinn föstudag með athöfn í Íþróttahöllinni. Þar fengu þeir umsögn liðins skólaárs. Skólastjóri flutti ávarp, þau Elísa Rafnsdóttir og Mikael Franz Víðisson úr 7. bekk lásu ljóð og nemendur 1. bekkjar sungu tvö lög undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Stærstan hluta ársins voru nemendur 294 og starfsmenn 60 í mismunandi stöðuhlutföllum.

Skólastjóri fór yfir starfsemi liðins árs. Stórviðburðir eru daglegt skólastarf og samvera um 350 einstaklinga í lærdómssamfélagi. Gestakomur voru nokkrar, farið var í göngu- og vettvangsferðir, iðkuð útikennsla, Upplestrarkeppnin, verkstæðisdagurinn, sveitaferðin, þorrablótið, árshátíð og svo margt fleira dreif á daga okkar í skólanum. Fyrir utan persónulega sigra hvers og eins á ólíkum sviðum skólastarfsins.

Skólastjóri fór jafnframt yfir þær breytingar sem eiga sér stað á menntakerfi þjóðarinnar sem og á kennsluháttum og skólastarfi skólans. Það er því óhætt að segja að þjóðin og skólasamfélagið, nemendur og starfsfólk gangi í gegnum miklar breytingar og mikilvægt að hafa hugfast að þær eru gerðar til að leiða til enn betri niðurstöðu.

Samstarf heimilis og skóla er ein forsendan fyrir góðu skólastarfi. Því er mikilvægt að efla foreldrasamstarf og marka stefnu um það. Það er brýn nauðsyn að endurvekja foreldrafélag skólans þannig að máttur þess nýtist í starfinu og ráðgert að hefja vinnu við það með samstilltu átaki nú á haustdögum. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér rétt sinn til að vera virkir þátttakendur í starfi skólans.

Skólastjóri hvatti foreldra til að halda börnum sínum að lestri í sumar og nýta til samverustunda enda mikilvægur grunnur að allri menntun og framtíð hvers einstaklings. Í Þjóðarsáttmála um læsi er sett fram það markmið að 90% nemenda geti lesið sér til gagns en hlutfallið er um 72% í skólanum. Það er því verk að vinna og á ábyrgð alls skólasamfélagsins, ekki bara skólans heldur einnig heimilanna.

Nokkrar breytingar verða í starfsmannahaldi næsta skólaárs en þau Anna Snæbjörnsdóttir, Árni Pétur Aðalsteinsson, Birgir Steingrímsson, Berglind Pétursdóttir, Einar Friðbergsson, Guðrún Friðriksdóttir, Hjördís Gústavsdóttir, Jón Höskuldsson, Kristjana Ketilsdóttir, Margrét Magnúsdóttir og Þóra Þorvaldsdóttir ýmist létu af störfum á skólaárinu eða núna í lok þess. Þeim er þakkað gott starf og færðar bestu velfarnaðaróskir. Þóra hefur starfað við skólann í 33 ár, Birgir í 25 og Anna og Margrét í tvo áratugi.

Kvenfélag Húsavíkur styrkti skólastarfið með peningaframlagi sem nýtist við kaup á hvers konar forritum. Samfélagssjóður Landsvirkjunar styrkti skólann um 300 þús. kr. vegna kaupa á tæknilegoi.

Skólastjóri endaði athöfnina á því að spyrja skólasamfélagið þeirrar spurningar; er í lagi að barnið mitt lesi ekkert í sumar?

Skólaárinu 2015 – 2016 er lokið. Vonandi njóta allir sumarsins og koma tvíelfdir til baka í nýtt skólaár með ný ævintýri og áskoranir.

Þórgunnur Reykjalín, flytur ávarp

Elísa flytur ljóð

Mikael Franz sömuleiðis

Við erum hér öll nemar í Borgarhólsskóla... sungu nemendur 1. bekkjar

Hluti þess starfsfólks sem lét eða lætur af starfum

Eftirvæntingin eftir erfiði skólaársins


Athugasemdir