Skólaþing Borgarhólsskóla

Miðvikudaginn 24. september boðuðum við í Borgarhólsskóla til Skólaþings. Megintilgangur þingsins var að opna skólann fyrir foreldrum og veita upplýsingar um þjónustuna í skólanum en hún er ansi víðfem.

Miðvikudaginn 24. september boðuðum við í Borgarhólsskóla til Skólaþings. Megintilgangur þingsins var að opna skólann fyrir foreldrum og veita upplýsingar um þjónustuna í skólanum en hún er ansi víðfem. Skólastjóri kom inná skipurit skólans og fjallaði um skólasýnina sem er leiðarljós okkar allra sem þar vinna. Deildarstjóri stoðþjónustu sagði frá nemendaþjónustunni, námsráðgjafi kynnti sitt starf og skólahjúkrunarfræðingur einnig. Skólaþjónusta Norðurþings var kynnt og að lokum var kynning á uppeldisstefnu skólans, jákvæðum aga. Að lokinni kynningu í sal gafst foreldrum kostur á að fara í stofur barna sinna sem og aðrar stofur, hitta umsjónarkennara, skoða námsefni og verkefni og ræða við kennara. Kennarar lögðu mikla vinnu í að gera vinnu nemenda sýnilega og voru stofurnar mjög fallegar og allt efni aðgengilegt.

Við lítum svo á að skólinn sé hjartað í bæjarfélaginu, hér dvelur ungviðið okkar á sínum mestu mótunarárum og það er sameiginleg ábyrgð okkar allra, foreldra – starfsfólks skóla - bæjarstjórnar að gera góðan skóla betri. Munum að það þarf heilt þorp til að ala upp barn. 

Kæru foreldrar , við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og hlökkum til að eiga áfram við ykkur gott og innihaldsríkt samstarf.

Með kveðju,
Starfsfólk Borgarhólsskóla

 

 

 


Athugasemdir