Starfsfólk á námskeiði

Hér þarf að vinna saman
Hér þarf að vinna saman
Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.

Hluti starfsfólks skólans sat á námskeiði í dag um uppeldisstefnu skólans. Skólum á Íslandi er skylt að hafa uppeldisstefnu en nýráðið starfsfólk sem og það starfsfólk sem ekki hefur sótt fræðslu í Jákvæðum aga sat námskeiðið.

Uppeldisstefnan er byggð á sjálfsstjórnarkenningu Alfred Adler og Rudolf Dreikur þar sem mistök eru tækifæri til að læra og horft til orsaka hegðunar. Þær Heiða Guðmundsdóttir, kennari í skólanum og Aníta Jónsdóttir kennari í Naustaskóla á Akureyri voru leiðbeinendur á námskeiðinu.

Aníta undirbýr leik með Möggu og Þóru.

Hér þurfa allir að komast fyrir.

Hér er leikur í gangi.


Athugasemdir