Unnið með Jákvæðan aga

Uppeldisstefna Borgarhólsskóla
Uppeldisstefna Borgarhólsskóla
Í haust hafa nemendur unnið myndræn verkefni í tengslum við uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Öllum skólum er skylt að tileinka sér og vinna eftir ákveðinni uppeldisstefnu. Í Borgarhólsskóla er Jákvæður agi.

Í haust hafa nemendur unnið myndræn verkefni í tengslum við uppeldisstefnu Jákvæðs aga. Öllum skólum er skylt að tileinka sér og vinna eftir ákveðinni uppeldisstefnu. Við byggjum okkar stefnu á Jákvæðum aga.

Nemendur af öllum stigum hafa tekið þátt í verkefninu og verður því haldið áfram í vetur.  Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni þar sem byggt er á gagnkvæmri virðingu og samstarfi, mikilvægt er að flétta það inn í flestar greinar skólastarfsins svo bestur árangur náist. Markmiðið er að krakkarnir okkar verði ábyrgðarfullir, kurteisir, færir í samskiptum og úrræðagóðir.  Hugmyndina af myndrænni vinnu fengum við frá vinum okkar á Grænuvöllum.


Athugasemdir