Úrslit og þakkir að lokinni jólagetraun

Þá liggja niðurstöður fyrir
Þá liggja niðurstöður fyrir
Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2015 voru kynnt í gær, fimmtudag. Í getrauninni voru birtar 13 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 60 nemendur af unglingastigi sem tóku þátt af 87 og var þátttaka því góð. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti.

Úrslit í jólagetraun unglingastigs 2015 voru kynnt í gær, fimmtudag. Í getrauninni voru birtar 13 ólíkar spurningar. Í upphafi voru um 60 nemendur af unglingastigi sem tóku þátt af 87 og var þátttaka því góð. Nemendur skiluðu svörum sínum með rafrænum hætti.

Að lokum stóðu þrír nemendur eftir með öll svörin rétt og þurfti að draga um fyrstu þrjú sætin. Í fyrstu verðlaun var spjaldtölva frá Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, í önnur verðlaun var úrvals lambalæri frá Viðbót og í þriðju verðlaun var glæsileg húfa frá Tákn og pítsaveisla frá Sölku. Enn fremur gaf Landsbankinn 5000 kr. gjafakort þeim sem svöruðu öllum spurningum og voru með tólf rétt svör. Við færum þessum fyrirtækjum okkar bestu þakkir fyrir sitt framlag til skólans.

 

Rétt svör í getrauninni má finna hér;

Mánudagurinn 30. nóvember; Nashyrningshorn.

Þriðjudagurinn 1. desember; 330 nemendur (vikmörk 5)

Miðvikudagurinn 2. des.; 10 ljós (1, 4, 9, 16, 25, 36, 49, 64, 81 og 100)

Fimmtudagurinn 3. des.; The persistence of memory.

Föstudagurinn 4. des.; Stjórnarráð Íslands, byggt sem fangelsi.

Mánudagurinn 7. des.; Ljóðið Blinkende lygter eftir Tove Ditlevsen.

Þriðjudagurinn 8. des.; Johannes Kepler.

Miðvikuragurinn 9. des.; Limra.

Fimmtudagurinn 10. des.; Mestur í Breiðafirði og minnstur í Hornafirði.

Föstudagurinn 11. des.; Henderson Waves Bridge, í Singapúr.

Mánudagurinn 14. des.; Coca Cola  og þeir Haddon Sundblom og Thomas Nast.

Þriðjudagurinn 15. des.; Bóla

Miðvikudagurinn 16. des.; Hárið átti Þórgunnur Reykjalín, augun Anna Harðardóttir, nefið átti Kolbrún Ada og munninn Pálmi Björn.


Athugasemdir