Yfirlit viðburða - 07.09.2018

CRISTAL-dagur

Nemendur í leyfi. Starfsfólk grunnskóla í Norðurþingi á lokaráðstefnu í Cristal verkefninu. CRISTAL alþjóðlegt verkefnið sem hlaut ERASMUS styrk til þriggja ára. Verkefnið gengur í stuttu máli út að efla nýsköpun og tæknimenntun í skólum Norðurþings og þróa og innleiða nýja kennsluhætti í STEM greinum. Að auki verður til veflægt þekkingarsetur (e. Knowledge Centre) með fróðleik og verkfærakistu (e. toolbox) fyrir kennarar þar sem þeir munu geta sett inn efni og sótt sér efni (kennsluáætlanir, verkefni, eyðublöð, myndbönd, o.fl.) til að nýta í kennslu. Verkefnið hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og er nú um það bil að ljúka.
Lesa meira