Heilsueflandi grunnskóli

 

Borgarhólsskóli gerist heilsueflandi grunnskóli. 

Borgarhólsskóli varð formlegur þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli haustið 2011. Verkefnið, sem er í umsjón Lýðheilsustöðvar, miðar að því að efla vitund og áhuga  nemenda og starfsfólks skólans á heilsueflingu þar sem áhersla er á samstarf við foreldra og nærsamfélag. Hugmyndafræði heilsueflandi skóla byggir á vísindalegum gögnum þar sem sýnt hefur verið fram á að skólinn getur bætt heilsu og líðan nemenda sem hefur jákvæð áhrif á námsárangur.

Vinna við þarfagreiningu og  stefnumótun er að ljúka og nú þegar er farið að vinna eftir aðgerðaáætlun. Sá þáttur sem er í mestum forgangi er næring sem er viðfangsefni skólaársins 2011-2012.

Áhersluatriði verða sem hér segir:

  • Næring - skólaárið 2011-2012
  • Hreyfing - skólaárið 2012-2013

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Lýðheilsustöðvar.