Fréttir

Áfram í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Þetta er í annað skipti sem Fiðringur fer fram og í ár tóku tólf skólar þátt af Norðurlandi. Haldnir voru tvær undankeppnir og síðasta vetrardag var Borgarhólsskóli með atriði í seinni undankeppninni. Atriðið okkar komast áfram í lokahátíð sem verður haldin í Hofi n.k. þriðjudagskvöld.
Lesa meira

Gleðilegt sumar

Nemendur & starfsfólk Borgarhólsskóla óska öllum gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn. Í gær var sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl.
Lesa meira

Góð gjöf frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur

Soroptimistar eru alheimssamtök kvenna í stjórnunar- og starfsgreinastéttum sem hafa að leiðarljósi hjálpar- og þjónustustörf til að efla mannréttindi og stöðu kvenna. Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis var stofnaður 4. júní árið 1983 og hefur styrkt einstaklinga, stofnanir og félagasamtök.
Lesa meira

Nú birtast hjólin og hjálmarnir með

Það er vor í lofti. Þá birtast nemendur og starfsfólk gjarnan á reiðhjóli þegar mætt er til vinnu. Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallaratriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla. Þó er sú undantekning á að hjóla má á gangstéttum og gangstígum en hjólreiðamaður skal þar víkja fyrir gangandi vegfarendum og sýna þeim fulla tillitsemi. Börn yngri en 16 ára ber samkvæmt lögum að nota hlífðarhjálm við hjólreiðar.
Lesa meira

Skólasamkoma - Rauðhetta

Það er rík hefð fyrir skólasamkomu í skólanum. Þar koma nemendur fram með atriði, dans og söng. Samkoman er liður í fjáröflun nemenda sjöunda bekkjar sem fer í skólabúðir í Mývatnssveit. Dagskráin var fjölbreytt að vanda.
Lesa meira

Í myrkrinu

Eitt af kjarnaverkefnum á unglingastigi í yfirstandandi blandlotu er að teikna sjálfsmynd með bundið fyrir augun. Verkefnið kallast Í myrkrinu. Nemendur setja sig í spor þeirra sem sjá ekki og var myndin merkt með blindraletri.
Lesa meira

Börn og miðlalæsi

Á hverjum tíma stöndum við á ákveðnum krossgötum. Sem þjóð erum við nýkomin út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þegar við vorum rétt farin að sjá fyrir endann á veirufaraldrinum réðust Rússar inn í Úkraínu. Síðustu ár hafa því einkennst af ákveðinni óvissu og ókyrrð í samfélaginu. Þegar óvissa ríkir reynir almenningur að leita sér upplýsinga sem hægt er að treysta. En á óvissutímum opnast jafnframt möguleiki fyrir ýmsa aðila á að fylla upp í tómarúmið með falsupplýsingum og upplýsingaóreiðu.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Safnahúsinu á Húsavík. Tólf sjöundubekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Lesa meira

Öskudagur í dag

Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 22. febrúar.
Lesa meira

Afrískar grímur

Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að nemendur eiga við lok fjórða bekkjar í sjónlistum, sem áður var kallað myndmennt að geta nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar. Nemendur annars bekkjar voru nýlega að læra um form. Þemað voru afrískar grímur. Nemendur áttu að búa til sínar eigin grímur. Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og útkoman reglulega skemmtileg.
Lesa meira