Fréttir

Gjöf frá Kvenfélagi Húsavíkur

Þórunnarsjóður var á sínum tíma til minningar um Þórunni Havsteen, sýslumannsfrú á Húsavík. Kvenfélag Húsavíkur hélt utan um sjóðinn en hann var nýlega lagður niður. Að því tilefni gaf Kvenfélag Húsavíkur skólanum veglega gjöf.
Lesa meira

Göngum í skólann

Haustið heilsar okkur með veðurblíðu. Borgarhólsskóli er skráður til leiks í verkefninu Göngum í skólann. Göngum í skólann er hluti af verkefninu ,,Virkar og öruggar leiðir í skólann", sem nýtur stuðnings "Go for Green" og annarra samstarfsaðila.
Lesa meira

Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.
Lesa meira

Skólastarfið er hafið

Skólastarf hófst í Borgarhólsskóla í dag. Íslenski fáninn við hún og nemendur mættu á Borgarhólinn í morgun ásamt foreldrum sínum. Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, skólastjóri hélt tölu á stuttri athöfn í Sal skólans ásamt Guðna Bragasyni, skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur. Þórgunnur þakkaði félagasamtökum sem hafa sýnt skólanum velvilja með peningagjöf. Kvenfélag Húsavíkur færði skólanum hálfa milljón að gjöf sem er ætlað að verja til húsgangakaupa fyrir nemendur og Lionsklúbbur Húsavíkur sem gaf skólanum 250 þús. kr. til tölvu og tæknimála.
Lesa meira

Skólabyrjun - Beginning of the schoolyear

Skólabyrjun verður með hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur er á morgun mánudaginn, 22. ágúst. Nemendur í fyrsta til fimmta bekkjar mæta í skólann kl. 8:15. Nemendur í sjötta til og með tíunda bekk mæta í skólann kl. 9:15. Nemendur mæta við skólann og hitta umsjónakennara og við tekur kennsla samkvæmt stundaskrá. Við hvetjum foreldra til að mæta með börnum sínum þennan fyrsta dag.
Lesa meira

Sumarlokun á þessum fallega degi

Skrifstofa skólans er lokuð og opnar aftur 10. ágúst næstkomandi. Hægt er að nálgast upplýsingar um skólann hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Survivor leikanir 2023

Að vinna saman, fara út fyrir eigin þægindaramma og gera kröfur til sjálfs sín. Í skólaárs á þriggja ára fresti blásum við til Survivor leika. Nemendum á unglingastigi er skipt í fjóra hópa eða ættbálka; þurfa að kjósa ættarhöfðingja, skapa jákvæða og góða stemningu, semja hvatningarhróp sem ber hverjum hópi byr í brjóst. Jafnframt þarf að skipuleggja þau verkefni sem bíða hópsins. Þrautir sem reyna á líkama, huga og sál. Þrautirnar krefjast þess að í hverjum ættbálki þurfa nemendur að hlaupa, stökkva, hugsa, elda, koma fram og hafa úthald og útsjónarsemi svo dæmi séu tekin.
Lesa meira

Útskrift úr grunnskóla - til hamingju

Nemendur tíunda bekkjar kvöddu skólann sinn í dag eftir tíu ára skólagöngu með skólaskírteini í hönd. Hvert og eitt heldur sína leið með eigin markmið og stefnu í lífinu. Skólinn óskar nemendum og fjölskyldum þeirra til hamingju og velfarnaðar á lífsins leið.
Lesa meira

Skólalok skólaársins

Skólaárinu 2022-2023 er lokið hjá nemendum. Nemendur fyrsta til og með níunda bekkjar hittu kennarana sína í dag í hvers konar uppbroti. Þórgunnur Reykjalín skólastjóri ræddi við nemendur á sal og hvatti krakkana til dáða, það eru alltaf tækifæri til bætingar í öllu. Að því loknu voru sungin nokkur lög. Umsjónarkennarar afhentu vitnisburð skólaársins. Búið er að opna fyrir birtingu á hæfnikortum í mentor og við hvetjum foreldra til að rýna í þau.
Lesa meira

Skóladagatal næsta skólaárs

Skólaárinu 2022-2023 fer senn að ljúka. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2023 - 2024 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.
Lesa meira