Fréttir

Heimsókn frá Slökkviliði Norðurþings

Nemendur þriðja bekkjar fengu nýlega góða heimsókn frá Eldvarnareftirliti og Slökkviliði Norðurþings. Þeir Henning Aðalmundsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og Rúnar Traustason, varðstjóri voru með fræðsluerindi um eldvarnir. Fyrir jól er fólk hvatt til að skipta um batterí í reykskynjurum, huga að kertaskreytingum o.fl.
Lesa meira

Venjulegur Verkstæðisdagur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þann daginn, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er öllum opinn þennan skemmtilega dag.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.
Lesa meira

Birgitta, Lára og Ljónsi

Fyrir hver jóla hafa rithöfundar gert víðreist og heimsótt skóla. Birgitta Haukdal hitti yngstu nemendur skólans í dag og leit við á söngsal. Sömuleiðis heimótti hún leikskólann Grænuvelli og hitti nemendur þar. Birgitta spjallaði við nemendur og gaf þeim bakpoka.
Lesa meira

Könglar frá Safnahúsinu í Safnahúsið

Samstaf við Menningarmiðstöð Þingeyinga hefur aukist mikið að undanförnu og þökkum við kærlega fyrir það. Í garðinum kringum Safnahúsið á Húsavík fellur til talsvert af könglum. Nemendum fyrsta bekkjar var boðið að skreyta könglana í skólanum og heimsækja síðan safnið. Nemendur tóku vel í það og mættu með skreytta könglana sína á Safnahúsið í dag.
Lesa meira

Lífið er of stutt fyrir eitthvað rugl

Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.
Lesa meira

Kristján Ingi Smárason vann til bronsverðlauna á Íslandsmóti ungmenna

Kristján Ingi Smárason varð í þriðja sæti á Íslandsmóti ungmenna í skák (U-14) sem lauk nú síðdegis í Garðabæ. Frábær árangur hjá Kristjáni Inga sem fékk 4,5 vinninga af 7 mögulegum.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu – elska & mamma

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.
Lesa meira

Breski sendiherrann boðar frábær störf framtíðarinnar

Í morgun fengum við góða heimsókn. Dr. Bryony Mathew tók nýlega við sem sendiherra Breta á Íslandi en hún boðaði komu sína í skólann til að kynna frábær störf framtíðarinnar. Hún hitti nemendur þriðja bekkjar á skólabókasafninu. Bryony hefur meðal annars starfað í sendiráði Bretlands í Peking í Kína, Phnom Penh í Kambódíu, auk þess að hafa gegnt ýmsum stöðum innan utanríkisráðuneytisins í London.
Lesa meira

Fyrsti bekkur og fiskarnir

Á Safnahúsinu á Húsavík er mikill fjársjóður þekkingar og sögu. Nemendur fyrsta bekkjar hafa verið að læra um fiska í kringum Ísland. Bókin Ég vil fisk eftir Áslaugu Jónsdóttur var gæðatextinn sem lesinn var fyrir nemendur. Nemendur unnu með orðin og innihald sögunnar á fjölbreyttan hátt eftir aðferðum Byrjendalæsi.
Lesa meira