Fastir liðir; ferðir, uppákomur og verkefni árganga

Auk þess sem hér er talið upp sjá allir bekkir um uppákomur á Sal.

1. bekkur

  • Haustferð: Gönguferð/berjamó í skóginn. Þema ; Ber, gróður og lyng
  • Skólasamkoma að hausti: tónlistarverkefni
  • Helgileikur á litlu jólunum

2. bekkur

  • Haustferð: Ævintýraferð í skóginn - Þema; gróður og tré

3. bekkur

  • Haustferð: Skálatjörn, þema; upptök tjarna o.fl. (Kaldbakstjörn-Búðará)
  • Skólasamkoma að hausti
  • Námsefnið: Komdu og skoðaðu fjöllin

4. bekkur

  • Haustferð: Skálatjörn, þema; Lífríki tjarna
  • Sveitaferð að vori: Samþætt verkefni unnið í tengslum við námsefni

5. bekkur

  • Haustferð: Gengið út á golfvöll og spilað golf
  • Skólasamkoma að hausti
  • Hvalaskólinn: Samþætt verkefni um hvali, unnið í tengslum við námsefni
  • Safna fyrir abc

6. bekkur

  • Haustferð: Gengið upp að Botnsvatni og unnið með vötn (mismunandi tegundir og lífríki Botnsvatns)
  • Öskudagsball: Nemendur ásamt foreldrafulltrúum með aðstoð umsjónarkennara skipuleggja og sjá um öskudagsball í íþróttahöllinni
  • Vorferðalag: Þjóðgarðsverkefni unnið í samstarfi við grunnskólann í Öxafirði og á Raufarhöfn. (2 dagar, 1 nótt)

7. bekkur

  • Haustferð: Gengið á Húsavíkurfjall og unnið með fjöll (mismunandi bergtegundir) og áttirnar út frá áttavitanum uppi á fjalli
  • Skólasamkoma að hausti: Nemendur bera hitann og þungan af skólasamkomunni og ágóðinn rennur í bekkjarsjóð 7. bekkjar
  • Diskótek: Nemendur skipuleggja og sjá um diskótek fyrir miðstig a.m.k. 6 sinnum yfir skólaárið
  • Stóra upplestrarkeppnin: Nemendur taka þátt í stóru upplestrarkeppninni og hefja undirbúning strax að hausti með reglulegum upplestri í skólanum
  • Vorferðalag: Fuglaverkefni unnið í samstarfi við grunnskólann í Mývatnssveit og á Hafralæk. (3 dagar, 2 nætur)

8. bekkur

  • Haustferð: Gengið úr Hólmatungum niður í Vesturdal með skipulagðri fræðslu undan og á eftir
  • Þorrablót: Samþætt verkefni. Nemendur 8. bekkjar skipuleggja og sjá um þorrablót í skólanum í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Hlutverk umsjónarkennara: Hefur yfirumsjón með öllum þáttum þorrablótsundirbúning, verkstýrir nemendum og ber ábyrgð á því að allt komi heim og saman á þorrablótinu.
  • Hlutverk íþróttakennara: Æfir gömlu dansana markvisst með nemendum 8. bekkjar og stjórnar dansinum á þorrablótinu.
  • Hlutverk tónlistarskóla: Æfir söng og fer yfir texta með nemendur fyrir þorrablótið. Stjórnar söngnum á þorrablótinu.
  • Hlutverk heimilisfræði: Vinnur þorramat og sér um fræðslu á þorramat í bundnu vali í heimilisfræði. Nemendur útbúa þorramat /bakka í heimilisfræði
  • Vorsigling: Sigling um Skjálfandaflóa

9. bekkur

  • Haustferð: Gengið úr Vesturdal niður í Ásbyrgi með skipulagðri fræðslu undan og á eftir
  • Kaffihús: Skipuleggja og sjá um kaffihús á opnum dögum s.s. þemadögum og fl. Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins
  • Ferðalag: Vikudvöl á Laugum í Sælingsdal. Unnið með samvinnu og sjálfsstyrkingu
  • Vorsigling: Sigling um Skjálfandaflóa

10. bekkur

  • Haustferð: Gengið yfir Tunguheiði með tilheyrandi fræðslu og þjóðsögum um heiðina
  • Fjáröflun: Umsjónarkennarar hafa yfirumsjón með fjáröflun bekkja. Nemendur selja skólapeysur, sjá um skólasjoppuna,
    kaffihús á verkstæðisdaginn, kökubasar og spilerí á viðtalsdögum o. fl.
  • Skólaheimsóknir: Nemendur heimsækja framhaldsskóla á Norðurlandi. Námsráðgjafi skipuleggur og sér um ferðir í samvinnu við umsjónakennara
  • Leikrit: Nemendur 10. bekkjar setja upp leikrit og sýna í ár hvert. Ágóðinn rennur í bekkjarsjóð.
  • Vorsigling: Sigling um Skjálfandaflóa

Allir árgangar taka þátt í :

  • Jól í skókassa
  • Verkstæðisdegi
  • Litlu jólum
  • Öðruvísi dögum (bókalaus dagur, vináttudagur, áhugasviðsvinna)
  • Þemadögum að vori og hausti
  • Eineltisdagurinn
  • Íþrótta- og útivistardagar

Samþætt verkefni eru verkefni unnin í samvinnu list- og verkgreina og kjarnagreina (bóklegra greina).