Íris Alma sigraði í Tónkvíslinni

Nýlega fór söngkeppnin Tónkvísl fram á Laugum en þar etja kappi bæði grunn- og framhaldsskólanemar í söng. Í grunnskólakeppninni sigraði Íris Alma Kristjánsdóttir en hún er nemandi í tíunda bekk skólans. Hún flutti lagið Anyone eftir Demi Lovato. Íris hefur lagt nám við söng og hefur sömuleiðis áhuga á dansi og leiklist.
Lesa meira

Netumferðaskólinn - Algóritminn sem elur mig upp

Við vitum öll að hið stafræna umhverfi er í stöðugri þróun og netnotkun verður sífellt stærri hluti af lífi barna og unglinga. Samhliða aukinni netnotkun eykst mikilvægi þess að allir læri á umferðareglur netsins og hvernig eigi að skilja og greina það sem þar fer fram.
Lesa meira

Salarskemmtun hjá öðrum

Nemendur í öðrum bekk voru með salarskemmtun í dag. Á dagskrá var leikrit byggt á bókinni Flökkusaga eftir Láru Garðarsdóttur en nemendur hafa verið að vinna með hana að undanförnu. Sýningin er afurð lotuvinnu nemenda, einskonar lokahnykkur á Byrjendalæsisvinnu þar sem innihald og texta sögunnar lá til grundvallar.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags skólans

Sterkustu bandamenn skóla eru foreldrar. Aðalfundur foreldrafélags skólans fór fram í gær. Stjórn félagins kynnti starfsemi þess, rætt var um leiðir til að efla foreldrasamfélagið og leiðir til að styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu. Foreldrar fengu kynningu á niðurstöðum Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar. Í kjölfarið voru umræður um þær.
Lesa meira

Bókaklúbbar, orð vikunnar og spurningar

Skólasafn Borgarhólsskóla er vel búið safn. Þar er að finna fjölbreytt úrval bóka og spila. Mikil áhersla er á barna- og unglingabækur í mismunandi erfiðleikastigum ásamt góðu úrvali af skáldsögum fyrir fullorðna. Einnig er að finna fjölda fræðibóka af ýmsu tagi.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Eins og segir í ljóðinu Íslenskuljóðið; á íslensku má alltaf finna svar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira

Astrid Lindgren allt umlykjandi

Skólastarf var með óhefðbundnu sniði í vikunni, námið brotið upp og leitast við að nálgast viðfangsefnin á fjölbreyttari hátt. Þemað var rithöfundurinn Astrid Lindgren sem við þekkjum flest. Vinabekkir unnu saman að nokkrum sögum Astrid; Bróðir minn ljónshjarta, Ronja ræningjadóttir, Börnin í Ólátagarði, Lína Langsokkur og Lotta.
Lesa meira

Baráttudagur gegn einelti

Alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er. Allir dagar eiga að vera gegn einelti en þessi dagur minnir okkur sérstaklega á hvílíkt böl um ræðir, sem ekki er eingöngu bundið skólum heldur samfélaginu öllu.
Lesa meira

Salarskemmtun hjá sjötta

Salur er skemmtun sem haldin í sal skólans. Nemendur í hverju árgangi eru með ýmis atriði á sal eins og upplestur, leikþætti og söng. Einnig eru sérstakir söngsalir. Nemendur bjóða fjölskyldu, sínum að koma, horfa og njóta. Markmið með salarskemmtun er meðal annars að örva samkennd, efla sjálfsmynd, glæða skapandi hugsun, gleðjast og fræðast.
Lesa meira

Nemendur kynntu sér framhaldsnám

Í vikunni fóru nemendur tíunda bekkjar fóru í skólaheimsókn í Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Nemendur fengu kynningu á skólunum og margt við félagslífið heillaði við Menntaskólann og iðn-, tækni- og verknám í Verkmenntaskólanum. Nemendur fengu að skoða heimavistina sem nemendur beggja framhaldsskólann hafa aðgang að.
Lesa meira