Þemað um 6H heilsunnar

Það er mikilvægt að huga að heilsunni. Hugtakið heilsa vísar til líkamlegs, andlegs og félagslegs vellíðanar einstaklings. Heilsa er ekki bara fjarvera sjúkdóma eða kvilla, heldur ástand þar sem einstaklingur nýtur góðrar líkamlegrar getu, er andlega stöðugur og upplifir jákvæð samskipti við aðra. Á nýliðnum þemadögum unnum við með 6H heilsunnar sem felur í dyggðirnar; hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti.

Nemendur fyrsta bekkjar nýttu sér náttúruna við að huga að heilsunni, fóru í skynfærabingó og farið í samvinnuleiki. Í íþróttahöllinni æfðu nemendur hugrekki og iðkuðu slökun. Nemendur annars og þriðja vörðu mestum tíma í hreinlæti og hreyfingu. Nemendur hönnuðu stórt hreinlætisverkefni um mikilvægi þess að þvo sér um hendurnar. Sömuleiðis gerðu nemendur sér hreinlætissáttmála. Þá hönnuðu nemendur skynhreyfibraut í tengslum við upplýsinga- og tæknimennt.

Nemendur fjórða og fimmta unnu með öll sex gildin í stöðvavinnu. Eitt gildi á hverri stöð með fræðslu og umræðum. Það fól í sér föndur, hreyfingu og tilraunir. Nemendur fóru í leiki og sund og lagt kapp á samveru. Nemendur sjötta og sjöunda iðkuðu jóga í hvíldinni með fræðslu um mikilvægi hvíldar. Farið var í sund til að stunda hreinlæti og hreyfingu. Nemendur bjuggu til hamingjuvegg þar sem þeir áttu að búa til myndir sem áttu að sýna hvað veitir þeim hamingju. Nemendur nýttu útiveru enda huggulegt veður. Þá var unnið með heilsudrykki sem blandaðir voru í skólanum, farið í þrautabraut í íþróttahöllinni og horft framan í hugrekkið með því að láta sig vaða með öruggum hætti fram af klifurvegg.

Nemendur áttunda, níunda og tíunda fóru í hollustubingó og blönduðu sér hollustudrykk úr öllum fæðuflokkum. Skólahjúkrunarfræðingur fjallaði um hugrekki. Nemendur öttu kappi í Húsavíkurdraumnum, söfnuðu stigum með hverskonar þrautum og léku sér úti í leikjum. Farið var í hvalaslökun, núvitundargöngu, hugarflug með leiðsögn, hláturjóga og túlkun tilfinninga. Sjóböðin buðu nemendum upp á fyrsta flokks slökun og vellíðan.

Við þökkum fyrirtækjum og einstaklingum sem studdu okkur til að gera góða þemadaga. Takk fyrir ykkar stuðning.

 

 

 


Athugasemdir