Afreksfólk við æfingar og utanferðir

Áslaug, Atli og Arney
Áslaug, Atli og Arney
Margir nemendur skólans iðka íþróttir af kappi og leggja sig alla fram. Það er ánægjulegt þegar þeir skara fram úr á landsvísu. En nokkrir nemendur skólans taka þátt í æfingum og leikjum fyrir Íslands hönd í sinni íþróttagrein.

Margir nemendur skólans iðka íþróttir af kappi og leggja sig alla fram. Það er ánægjulegt þegar þeir skara fram úr á landsvísu. En nokkrir nemendur skólans taka þátt í æfingum og leikjum fyrir Íslands hönd í sinni íþróttagrein.

Fyrir skömmu lék Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með unglingalandsliði undir 17 ára í knattspyrnu þar sem liðið mætti Tékkum. Áslaug var í byrjunarliði Íslands en leikurinn fór fram í Skotlandi og er hluti af æfingamóti á vegum UEFA.  Atli Barkarson var valinn í hóp unglingalandsliðs 17 ára og yngri sem tekur þátt í undirbúningsmóti sem fer jafnframt fram í Skotlandi. Leikið verður við Skota, Króata og Austurríki í lok febrúar og byrjun mars. Þau eru bæði nemendur í 10. bekk skólans.

Arney Kjartansdóttir var í þriðja sinn valin í æfingahóp unglingalandsliðs 16 ára og yngri í blaki. Æfingar fóru fram í Reykjavík núna í febrúar. Æft var í Laugardalshöll. Arney er nemandi í 9. bekk.

Áslaug Munda, Atli og Arney


Athugasemdir