Allskonar skólastarf fyrir jól

Helgileikur hjá 1. bekká Sal.
Helgileikur hjá 1. bekká Sal.
Fyrir hátíðirnar er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf en vinna áfram að markmiðum námskrár. Það er í mörg horn að líta og ýmislegt sem þarf að ljúka til að halda Litlu jólin sem eru á morgun þriðjudag.

Fyrir hátíðirnar er mikilvægt að brjóta upp hefðbundið skólastarf en vinna áfram að markmiðum námskrár. Það er í mörg horn að líta og ýmislegt sem þarf að ljúka til að halda Litlu jólin sem eru á morgun þriðjudag.

Venju samkvæmt sýndu nemendur 1. bekkjar helgileik á sal fyrir samnemendur sína og foreldra. Uppsetning á helgileiknum er áragömul hefð. Nemendur 6. & 7. bekkjar sóttu jólatréð sem prýðir salinn en það vegleg fura úr Melnum. Að því loknu gæddu nemendur sér á heitu kakói. Á unglingastigi var jólaþema þar sem nemendur gátu valið sér verkstæði til að vinna á s.s. að búa til heimasmíðaða poppvél, perla eða mála jólakrukku.

Fastir liðir eru jólasöngsalir þar sem nemendur koma saman á sal og syngja jólalögin. Það finnst nemendum allajafna hin besta skemmtun. Í jógatímum var unnið með jólaepli í eplajóga. Margir nemendur hafa horft saman klassískar á jólakvikmyndir. Síðastliðinn fimmtudag gæddu nemendur og starfsfólk sér á jólalambinu, gamaldags steikt læri í ofni með sultu og grænum baunum og fleira góðgæti.

Í dag var svo jólafatadagur þar sem allir áttu að mæta í einhverjum jólafatnaði. Jólapeysur, jólabuxur, jólasokkar og svo margt fleira einkenndi fólkið í Borgarhólsskóla í dag. Nemendum bauðst að koma með smákökur í nesti í dag sem gladdi marga.


Athugasemdir