Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.

Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Í tilefni að því var haldinn samkoma í Salnum þar sem nemendur miðstigs komu saman. Nemendur unglingastigs lásu fyrir sér yngri nemendur og tilvonandi þátttakendur í keppninni. Tónlistarskólinn bauð upp á valin tónlistaratriði og nemendur 7. bekkjar sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni og lásu ljóð. Því var þessi samkoma góður undirbúningur fyrir nemendur til að koma fram. Í lok samkomunnar var söngsalur þar sem nemendur tóku vel undir.

Nemendur á unglingastigi fjölluðu um framtíð íslenskrar tungu. Jafnframt var unnið með hugtök og orð í kennslubókum sem þarfnast útskýringar en fullorðnir gera ráð fyrir að börn og unglingar skilji.


Athugasemdir