Nemendur 10. bekkjar frumsýna Jóladagatalið

Nemendur 10. bekkjar frumsýna leikritið Jóladagatalið í Samkomuhúsinu í dag. Leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson og höfundar verksins eru Arnlín Óladóttir, Ásmundur Vermundsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir & Jón Jónsson.

Nemendur 10. bekkjar frumsýna leikritið Jóladagatalið í Samkomuhúsinu í dag. Leikstjóri er Jóhann Kristinn Gunnarsson og höfundar verksins eru Arnlín Óladóttir, Ásmundur Vermundsson, Einar Indriðason, Ester Sigfúsdóttir & Jón Jónsson.

Það eru vandræði í jólasveinahellinum enda líður að jólum og margt um að vera. Grýla & Leppalúði eru ásamt jólasveinunum önnum kafin við að undirbúa jólin. En hvað gerist í hellinum? Leikhúsgestir fara í heimsókn í hellinn og upplifa ýmis ævintýri þessari sérkennilegu fjölskyldu.

Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og mikil tilhlökkun meðal nemenda. Verkefnið er liður í fjáröflun 10. bekkjar fyrir skólaferðalagi en um leið æði mikið nám; að koma fram, skapa og túlka, stýra ljósum, hanna forsíðu á leikskránni o.fl. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa skemmtilegu sýningu.

Miðapantanir í síma 464-1129 tveimur tímum fyrir sýningu. Einnig er hægt að senda póst á ada@borgarholsskoli.is

Forsíðumynd sem Karl Jakob Snæbjörnsson hannaði og teiknaði

Hér má sjá sýningaplanið


Athugasemdir