Fulltrúi lands og þjóðar

Arney Kjartansdóttir
Arney Kjartansdóttir
Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Arney Kjartansdóttir, nemandi í 10. bekk hefur æft blak í sex ár og tekið þátt í slíkum æfingum og fór nýverið til Tékklands til að keppa með U-17 landsliðinu í blaki.

Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Arney Kjartansdóttir, nemandi í 10. bekk hefur æft blak í sex ár og tekið þátt í slíkum æfingum og fór nýverið til Tékklands til að keppa með U-17 landsliðinu í blaki.

Við fengum Arneyju til að segja okkur aðeins frá ferðlaginu sínu. Flogið var til Póllands og þaðan ekið til Olomouc í Tékklandi þar sem undankeppni EM  fór fram. Lagt var af stað í ferðina síðla kvölds þann 3. janúar síðastliðinn og komið til Póllands snemma morguns þann 4. janúar. Í hópnum eru tólf stúlkur á aldrinum 15 – 17 ára auk þjálfara og aðstoðarliðs.

Eftir innritun á hótel snæddi hópurinn hádegisverð og hélt svo á æfingu. Að henni lokinni var fundur um framhaldið og að honum loknum afslöppun og hvíld.

Fyrsti leikurinn var gegn heimaliði Tékka sem unnu leikinn en frábær leikur engu að síður. „Þessi tékknesku leikmenn voru allir yfir tveir metrar á hæð“ segir Arney. Eftir leik var hvíld og kvöldverður.

Næsti leikur var gegn Slóveníu en í upphitun fyrir leik var dansaður línudans eða kúrekadans. Slóvenar unnu leikinn. Að leik lokið óskuðu önnur lið eftir að fá dansa dansinn aftur og allir áhorfendur tóku þátt. Það var mjög skemmtilegt.

Hópurinn horfði á spennandi leik Spánverja og Tékka þar sem Spánverjar sigruðu.

Á síðasta keppnisdegi vaknaði hópurinn snemma enda mikilvægur leikur framundan gegn firnasterku liði Spánverja. Eftir æfingar og fundi um leikinn er svokallaður „get ready“ tími þar sem leikmenn fara í sjúkraþjálfun, greiðslu og styðja hver annan með hvatningu fyrir leik. Spánverjar sigruðu leikinn. Eftir leikinn var farið í borgarrölt, verslað og snætt á huggulegum ítölskum veitingastað. Hinsvegar var farið snemma í háttinn enda heimferð framundan snemma dags.

Ekið var til Vínarborgar og þaðan flogið heim til Íslands. „Þetta var alveg geggjuð ferð og frábær reynsla fyrir mig“, segir Arney sem vonast til að hún fái tækifæri til að fara í fleiri ferðir sem þessa í blakinu.

 

Arney, lengst til vinstri, ásamt liðsfélögum sínum.

Klárar í slaginn.

Þjappa sér saman fyrir leik.

Landslið U-17 í blaki.


Athugasemdir