Innritun í framhaldsnám opnar senn

Senn hefst innritun í framhaldsskóla fyrir komandi skólaárið 2024-2025. Því eru spennandi tímar í vændum. Við vekja athygli nemenda sem ljúka senn grunnskólagöngu sinni og foreldrum þeirra á því að á næstu dögum munu nemendur fá afhent bréf í skólanum.

Bréfið inniheldur veflykil sem notaður er til að sækja um framhaldsskóla og ítarlegar leiðbeiningar um umsóknarferlið. Sömuleiðis mun nemendum berast póstur frá Menntamálastofnun í gegnum Stafrænt Ísland þar sem farið er vandlega yfir fyrirkomulag innritunar en hún stendur frá 20. mars til og með 7. júní. Á vefnum innritun.is má svo finna allrahanda gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar varðandi áframhaldandi nám auk allra helstu upplýsinga um umsóknarferlið.


Athugasemdir