Samtal um notkun samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlar opna nýjar leiðir í samskiptum
Samfélagsmiðlar opna nýjar leiðir í samskiptum
Umræða um notkun samfélagsmiðla, netnotkun og skjáfíkn er mikil í samfélaginu. Nemendur í fjórða og fimmta bekk fengu fræðslu og áttu samtal um neteinelti í dag. Hvernig það birtist, hvernig hægt er að bregðast við, hvað er löglegt í notkun samfélagsmiðla og afleiðingar eineltis.

Umræða um notkun samfélagsmiðla, netnotkun og skjáfíkn er mikil í samfélaginu. Nemendur í fjórða og fimmta bekk fengu fræðslu og áttu samtal um neteinelti í dag. Hvernig það birtist, hvernig hægt er að bregðast við, hvað er löglegt í notkun samfélagsmiðla og afleiðingar eineltis.

Nemendur komu með hugmyndir að birtingarmyndum eineltis. Þeir fóru jafnframt í leik þar sem svara á spurningum með dæmum um einelti. Sérstaklega var fjallað um notkun Snapchat en til að not a þann miðil þarf einstaklingur að hafa náð 13 ára aldri samkvæmt miðlinum sjálfum. Rætt var um netheiminn sem raunveruleika og að maður ber ábyrgð á því sem maður segir og gerir. Nemendur voru hvattir til að biðja foreldra sína að fylgjast með notkun sinni á samfélagsmiðlum enda foreldrar helstu fyrirmyndir barna sinna í þessu sem öðru. Fjallað var um netorðin fimm og eru foreldar hvattir til að ræða það við börn sín.

Stafræn tæki opna ýmsa möguleika fyrir fjölskyldur til að upplifa og sömuleiðis til sköpunar í námi. Nokkur atriði sem er gott að hafa í huga. Það er mikilvægt að foreldrar sé með barni sínu þegar það lærir á nýja samfélagsmiðla og setji reglur um netnotkun á heimilinu. Foreldrar þurfa að vera upplýstir um þjónustu, innihald, tækni og aldurstakmörk miðla. Og að kenna góðar netvenjur.


Athugasemdir