Skóladagatal næsta skólaárs 2024-2025

Skólaárinu 2023-2024 lýkur senn. Fjölskylduráð Norðurþings hefur staðfest tillögu að skóladagatali næsta skólaárs. Tillagan var sömuleiðis tekin fyrir í skólaráði og samþykkt. Skóladagatal skólans fyrir skólaárið 2024 - 2025 liggur fyrir og öllum aðgengilegt.

Skólastarf hefst þriðjudaginn 21. ágúst. Seinnipartinn í september fer fram samtal heimilis og skóla og í lok október eru skipulagsdagar þar sem starfsfólk hyggst fara í námsferð. Þemaviku má finna í nóvember og litlu jólin eru 20. desember. Nemendur mæta aftur til starfa á Þrettándanum, 6. janúar tvöþúsundtuttuguogfimm. Í lok febrúarmánaðar er aftur samtal heimilis og skóla og vetrarleyfi um miðjan marsmánuð. Páskahátíð er mun síðar á ferð í ár og hún hefst um miðjan apríl. Vegna þess hvernig dagarnir raðast þá lýkur skóla þann 6, júní sumarið 2025.

Við gerð skóladagatals var haft samráð við og tekið tillit til annarar þjónustu, leikskóla, framhaldsskóla og fleiri þátta.

 

Sjá skóladagatal skólans HÉR.

Sjá skóladagatal Vetrarfrístundar HÉR.


Athugasemdir