Skólatöskudagar

Frá árinu 2005 hafa iðjuþjálfar á Íslandi heimsótt nemendur í öllum árgöngum grunnskóla landsins til að veita fræðslu og ráðleggja varðandi skólatösku á svokölluðum Skólatöskudögum. Viðburðurinn er haldinn á heimsvísu en á rætur að rekja til Bandaríkjanna þar sem hann var haldinn í fyrsta sinn.

Frá árinu 2005 hafa iðjuþjálfar á Íslandi heimsótt nemendur í öllum árgöngum grunnskóla landsins til að veita fræðslu og ráðleggja varðandi skólatösku á svokölluðum Skólatödkudögum. Viðburðurinn er haldinn á heimsvísu en á rætur að rekja til Bandaríkjanna þar sem hann var haldinn í fyrsta sinn. 
Hér í Borgarhólsskóla tökum við aftur þátt dagana 29. september til 3. október. Við iðjuþjálfar í Borgarhólsskóla (Iris M. Waitz og Marzenna K. Cybylska) heimsækjum 4., 7. og 10. bekk.

Tilgangur skólatöskudaganna er að fyrirbyggja stoðkerfisvanda sem rekja má til rangrar notkunar á skólatöskum. Forvarnarstarfið fer að mestu leyti fram með stuttum fyrirlestrum, sýnikennslu og auk þess býðst nemendum að vigta sig  og skólatöskuna sína til að fá hlutfall skólatösku af eigin líkamsþyngd (Guðrún Pálmadóttir og Snæfriður Þóra Egilson. 2011. Iðja, heilsa og velferð; Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (bls. 142). Akureyri: Háskskólinn á Akureyri.)

Helstu niðurstöður sýndu  í rannsókn sem gerð var árið 2009 að þyngd skólataska þátttakenda var að meðaltali 8.3% af líkamsþyngd eignandans. Ekki var marktækur munur á milli þyngdar skólataskanna  á milli kynja og árganga. Niðurstöður leiddu samt í ljós að drengir voru með hlutfallslega þyngri skólatöskur en stúlkur. Þátttakendur í skólum í dreifbýli voru hlutfallslega með marktækari léttari skólatöskur en þátttakendur í grunnskólum á höfðuborgarsvæðinu og á Akureyri. (Guðriður Erna Guðmundsdóttir (2009). Skólataskan og grunnskólabarnið. http://hdl.handle.net/1946/3113).

Iris Myriam Waitz, iðjuþjálfi við Borgarhólsskóla


Athugasemdir