Skylduvalgreinar hjá unglingunum

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar allt að þriðjungi námstímans.

Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingsstigi er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra , kennara og námsráðgjafa. Val í námi skal miða að skipulegum undirbúningi fyrir nám í framhaldsskóla og taka mið af undirbúningi fyrir bóknám, starfsmenntun, list- og tækninám.

Borgarhólsskóli býður nemendum að velja á milli 26 valmöguleika; allt frá leirgerð, grafískri hönnun, þáttagerð eða starfa í leikskólanum Grænuvöllum og svo margt fleira spennandi og skemmtilegt. Listarnám og íþróttaæfingar hjá viðurkenndum aðilum með skipulegum hætti flokkast hvort um sig sem einn valkostur. Jafnframt geta nemendur fengið hvers konar félagsstörf metin sem valgrein, s.s. sæti í nemendaráði, árshátíðarnefnd eða fjáröflunarnefnd 10. bekkjar.

Nemendur velja aftur í desember fyrir skylduvalgreinar eftir áramót en valblað fyrir fyrri hluta var afhent í dag.

Valkostir nemenda:

Fablab – Karin Gerhartl

Fiðringur – Arnþór Þórsteinsson

Fjölmiðlun – Egill Páll Egilsson

Grafísk hönnun – Kristín Sigurðardóttir

Heilbrigði og velferð – Ingólfur Jónsson

Heilsa og styrkur – Harpa Lind Pálsdóttir

Heimilisfræði – Ingólfur Jónsson

Hljóðlist – Tónlistarskóli Húsavíkur

Hvað er að gerast í dag? – Hjálmar Bogi Hafliðason

Klifur og hnútar – Guðbergur Rafn Ægisson

Leir og keramik – Áslaug Friðfinnsdóttir

Minecraft – Arnþór Þórsteinsson

Myndmennt – Kristín Siguðardóttir

Rafíþróttir – Sveinbjörn Már Steingrímsson

Skák – Smári Sigurðarsson

Skólahreysti – Selmdís Þráinsdóttir

Smíðar – Karin Gerhartl

Textílmennt – Þóra Katrín Þórsdóttir

Þáttagerð – Örlygur Hnefill Örlygsson

//

Aðstoðarþjálfun

Félagsmál

Hljómsveit

Íþróttir

Starf á Grænuvöllum

Starf í Frístund

Tónlist

//

Annað


Athugasemdir