Snorri Sturluson

Krakkarnir í 4. og 5. bekk eru búin að vinna þemaverkefni um líf Snorra Sturlusonar og lífið á hans tímum. Unnin hafa verið margvísleg verkefni sem skreyta nú veggina í kjallaranum.

Krakkarnir í 4. og 5. bekk eru búin að vinna þemaverkefni um líf Snorra Sturlusonar og lífið á hans tímum.  Unnin hafa verið margvísleg verkefni sem skreyta nú veggina í kjallaranum. Verkefnið var tengt listgreinakennslu þar sem nemendur útbjuggu rúnahálsmen, þæfðu pyngjur, bökuðu víkingakex og æfðu leikritið um Iðunn og eplin.

Herdís á Safnahúsinu fræddi krakkana um lífið á landnámsöld þegar þau fóru í heimsókn þangað. Það er gaman hvað krakkarnir voru fróðleiksfúsir og áhugasamir um lífið fyrr á tímum. Þau eiga þó erfitt með að skilja hvernig hægt var að lifa án þeirra nútímaþæginda sem sjálfsögð eru í dag. 4. bekkur fór í sveitaferð og þá var Grenjaðarstaður skoðaður með leiðsögn frá Sif af Safnahúsinu.
Heiða, Jóa, Adda.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir