Vísindasamkeppni um himinngeiminn

Frá kvöldverðarhófi á Landkönnuðuhátíðinni
Frá kvöldverðarhófi á Landkönnuðuhátíðinni
Í tengslum við Landkönnuðahátíðina sem haldin var fyrir skemmstu var blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða. Sigurvegurum var boðið á hátíðarkvöldverð ásamt ýmsum landkönnuðum, geimförum og forseta Íslands.

Í tengslum við Landkönnuðahátíðina sem haldin var fyrir skemmstu var blásið til samkeppni meðal nemenda á unglingastigi um geiminn og ferðalög til fjarlægra staða. Sigurvegurum var boðið á hátíðarkvöldverð ásamt ýmsum landkönnuðum, geimförum og forseta Íslands.

Sigurvegarar í keppninni voru þau Alicja Kapusta, Björn Gunnar Þórisson, Bragi Hallgrímsson, Páll Hlíðar Svavarsson og Zakaría Soualem. Hópurinn gerði áhugavert verkefni um tunglið, sögu þess og hvernig það hefur verið leiðarljós manna í rannsóknum á himinngeiminum. Viðurkenningu fyrir þátttöku hlutu þær Anna Birta Þórðardóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Heiðrún Magnúsdóttir fyrir vel unnin og áhugaverð verkefni. Dómnefnd skipuðu fulltrúar Könnunarsögusafnsins og Borgarhólsskóla.

Skólinn er afar stoltur af nemendum sínum og þakkar þeim fyrir þátttökuna í þessu verkefni. Um leið þakkar skólinn Könnunarsögusafninu fyrir samstarfið sem verður vonandi framhald á.

Þátttakendur og nemendur skólans ásamt forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Höskuldi Skúla Hallgrímssyni, útibússtjóra Íslandsbanka sem veitti verðlaun fyrir sigurinn. Á myndina vantar þau Áslaugu Mundu Gunnlaugssdóttur og Braga Hallgrímsson.

Nemendur ásamt forseta Íslands

Myndir, Gaukur Hjartarson


Athugasemdir