Plokka reglulega rusl

Áhrif mannfólksins á umhverfið eru óumdeilanleg þótt þekking til að mynda á dreifingu mengunar og áhrifum hennar á lífverur sé langt því frá fullkomin. Umhverfisvandamál eru heldur ekki ný af nálinni en strax í iðnbyltingunni í Bretlandi, undir lok 18. aldar voru stræti stórborganna breikkuð svo gustaði betur um og minna bæri á menguninni.
Lesa meira

Pólskukennsla - lekcje polskiego

Í Borgarhólsskóla er um 6% nemenda sem eru af pólskum uppruna þar sem annað eða báðir foreldrar eru frá Póllandi. Á síðasta ári hafði pólska sendiráðið frumkvæði að því að þeim nemendum skólans bauðst pólskukennsla á skólatíma. Fyrir skömmu kom pólski sendiherrann í heimsókn ásamt pólskukennara frá Akureyri.
Lesa meira

Tölvur fyrir nemendur sjötta og sjöunda

Fyrir nokkru fékk hver nemandi í áttunda, níunda og tíunda bekk chromebook fartölvu afhenta til að nota við nám sitt. Tölvur hafa á undanförnum árum sannað gildi sitt í skólastarfi og mestu jákvæðu áhrifin verða þegar hver nemandi hefur sitt eigið tæki. Með því að nota tölvu í námi er vonast til að nemandi hafi meira val um hvernig hann vinnur verkefni og að námið verði skemmtilegra og fjölbreyttara og að hann geti lært á þann hátt sem hentar honum best.
Lesa meira

Veturnætur- og hrekkjavökulestur

Í upphafi skólaárs var stofnað læsisteymi við skólann sem hefur það að markmiði að hvetja til lesturs og vekja áhuga á bókum og lestri. Í októbermánuði var ákveðið að efna til lestrarátaks sem tengist Hrekkjavöku og Veturnóttum. Foreldrar eru hvattir til að gefa sér gæðastundir til lesturs með börnum sínum nú sem endranær. Slökkvilið Norðurþings gaf skólanum lítil vasaljós til að nota við vasaljósalestur.
Lesa meira

Keppa fyrir Íslands hönd í Danmörku

Blakíþróttinni hefur vaxið ásmegin á Húsavík. U17 ára landslið Íslands í bæði karla- og kvennaflokki keppa á NEVZA mótinu í Ikast í Danmörku. Sjö af 25 leikmönnum liðanna koma úr Völsungi og þar af tveir núverandi nemendur skólans, þeir Aron Bjarki Kristjánsson og Hörður Mar Jónsson.
Lesa meira

Fulltrúi lands og þjóðar

Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Alekss Kotlevs, nemandi í níunda bekk hefur iðkað knattspyrnu með Völsungi í mörg ár. Hann var valinn í U15 hóp fyrir UEFA Development Tournament. U15 landsliðið hefur keppt tvo leiki og sigraði Lúxemborg í gær en síðasti leikur liðsins fer fram á sunnudag gegn Slóveníu en mótið fer fram þar.
Lesa meira

Lestrarvinir skólans

Undanfarin ár hafa nokkrar ömmur og afar komið reglulega í heimsókn í skólann ýmist til að lesa fyrir nemendur eða hlýða á lestur nemenda. Við tölum um lestrarvini skólans. „Þetta er sjálfboðaliðastarf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir“, segir Þórgunnur skólastjóri og bætir við að þetta sé aukin þjónusta við nemendur.
Lesa meira

Ummál, rúmmál og mælingar

Stærðfræðin hefur frá því sögur hófust verið mikilvægur hluti menningarinnar. Verkefni stærðfræðinnar eru að finna, skapa, tjá og útskýra hvers kyns regluleika, lögmál, kerfi og mynstur. Hún er þannig ein af mikilvægum leiðum mannsins til að skapa merkingu og skilja náttúru og samfélag.
Lesa meira

Auðlindanýting og loftslagsbreytingar - keyra minna

Loftslagsbreytingar og auðlindanýting eru hugtök sem hafa mikil áhrif á kennslu samtímans. Í hæfniviðmiðum aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði er meðal annars fjallað um að nemandi geti lýst dæmum af áhrifum af gjörðum mannsins á náttúru og manngert umhverfi í heimabyggð og á Íslandi, sagt frá hugsanlegri þróun í framtíðinni. Sömuleiðis að geta gert grein fyrir notkun manna á auðlindum og dregið ályktanir af tilgangi flokkunar úrgangs.
Lesa meira

"Góðan daginn, faggi"

Leikhópurinn Stertabenda, í samstarfi við Þjóðleikhúsið, sýndi leikritið "Góðan daginn, faggi" í Gamla Samkomuhúsinu. Öllum nemendum í 9. og 10. bekk skólans og nærsveita Húsavíkur var boðið að sjá sýninguna án endurgjalds.
Lesa meira