Litlu jól & jólafrí

Litlu jólin eru notaleg hefð í mörgum grunnskólum landsins. Að þessu sinni var vikið frá hefðinni og nemendum skipt í litla hópa. Hver hópur fór á jólasöngsal og naut útiveru með kakó. Allir nemendur fóru saman í rafrænt jólabingó, hver hópur á sínu svæði og allir fengu ís í lok dag þegar starfsfólk kvaddi nemendur áður en haldið var í jólafrí. Jólasveinarnir úr Dimmuborgum fóru um skólann og tóku þátt í samveru stundum barnanna.
Lesa meira

Listsýning á Hérna

Undanfarið hefur hópur nemenda á unglingastigi heimsótt fyrirtæki á Húsavík. Nemendur fá kynningu á starfsemi fyritækjanna og um leið fer fram ákveðin starfsþjálfun sem lið í að undirbúa fyrstu skref á vinnumarkaði. Síðasti vinnustaðurinn á þessu ári var kaffihúsið Hérna.
Lesa meira

Verkstæðisdagur á bak við grímuna

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólastarfið er með afar óhefðbundu sniði þennan dag, nemendur mæta með foreldrum, öfum og ömmum, systkinum, frændum og frænkum. Skólinn er jafnframt öllum opinn þennan skemmtilega dag. Vegna covid-19 var þátttaka í deginum ýmsum kvöðum háð og þurfu gestir m.a. að framvísa neikvæðu hraðprófi þegar komið var í skólann.
Lesa meira

Takmarkanir á Verkstæðisdegi

Á morgun, föstudag, er hinn árlegi Verkstæðisdagur þegar skólinn breytist í verkstæði jólasveinsins og nemendur framleiða hverskonar skraut og gjafir ásamt fjölskyldu sinni. Þeir gestir sem fylgja nemendum þurfa að bera grímu, sýna fram á neikvætt hraðpróf eða vottorð um fyrri sýkingu þegar gengið er inn í skólann. Sömuleiðis þarf að skrá sig á skráningarblað. Hægt er að panta hraðpróf á www.hradprof.covid.is og inn á vef Heilsuveru. HSN mun framkvæma hraðpróf kl. 16 í dag, fimmtudag.
Lesa meira

Við ákváðum að stofna klúbb til að spila meira

Símanotkun ungmenna hefur nokkuð verið til umræðu undanfarin ár. Hún nær inn í skólana og eru mörg ungmenni með síma í leik og starfi rétt eins og fullorðnir. Fyrir nokkru var ákveðið að reyna að draga úr símasamskiptum þegar nemendur komu saman í frímínútum. Einn liður í því var að fjölga afþreyingarmöguleikum nemenda í frímínútum og voru sett upp tvö borðtennisborð auk fótboltaspils.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Eins og segir í ljóðinu Íslenskuljóðið; á íslensku má alltaf finna svar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.
Lesa meira

Mikilvægt að klæða sig vel

Í morgunsárið þegar skólastarf hófst voru um -7° C úti og 6 m/s sem gerir um -16° C í vindkælingu. Það er mikilvægt að börnin komi vel klædd til útiveru í skólanum enda fara yngri nemendur skólans í frímínútur tvisvar til þrisvar á dag. Góðir og hlýir skór eru sömuleiðis nauðsynlegir. Nemendur hafa kvartað undan kulda en það gerist á veturna að það kólnar.
Lesa meira

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir - gerum þetta saman

Ný reglugerð um takmörk á samkomum vegna farsóttarinnar hefur tekið gildi. Hún hefur takmörkuð áhrif á hefðbundið skólastarf en áminning um mikilvægi persónulegra sóttvarna. Við reynum að gera skólastarf þannig úr garði að takmarkanir hafi sem minnst áhrif á nemendur okkar.
Lesa meira

Staðfest covid smit

Það er staðfest covid smit meðal nemanda í fjórða bekk Borgarhólsskóla. Nemendur í teymi 4. – 5. bekk þurfa ýmist í sóttkví eða smitgát eftir því sem tölvupóstur til foreldra þessa teymis segir til um. Foreldrar þurfa sjálfir að skrá börn sín samkvæmt fyrirmælum.
Lesa meira

Merkt starfsfólk

Starfsfólk Borgarhólsskóla, Frístundar og Tónlistarskóla Húsavíkur er komið með vinnustaðaskírteini á gulum böndum. Á skírteininu er að finna mynd af viðkomandi starfsmanni ásamt nafni. Nemendur skólans geta því þekkt starfsfólk skólans á þessu.
Lesa meira