Líf og fjör í sundkennslu

Sundkennsla hefur verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. En hún hefur oft verið það fag sem hefur átt á brattan að sækja og ekki verið efst á vinsældarlista nemenda. Það á hinsvegar ekki við hjá nemendum Borgarhólsskóla. Nemendur eru upp til hópa jákvæðir og duglegir og allir reyna synda eftir bestu getu. Nemendur læra að bjarga sér og öðrum og ná að tileinka sér helstu grunnatriðin í sundaðferðunum.
Lesa meira

Aflétting og sóttvarnir

Á miðnætti í kvöld taka rýmri sóttvarnartakmarkanir gildi samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda. Almennar fjöldatakmarkanir fari úr 10 í 50 manns. Nándarregla fari úr 2 metrum í 1 metra. Áfram er grímuskylda sem tekur mið af nándarreglunni. Í skólum verði óbreyttar takmarkanir, þó þannig að þær verði aðlagaðar framangreindum tilslökunum eftir því sem við á.
Lesa meira

Nemendur safna fyrir skólaferðalagi

Það er löng hefð er fyrir því að nemendur tíunda bekkjar fari í útskriftarferð að vori þar sem hver klukkutími er nýttur í skemmtilega afþreyingu. Nemendur vinna hörðum höndum allt skólaárið við að afla fjár fyrir ferðina. Meðal verkefna sem þeir taka sér fyrir hendur er að halda úti sjoppu á unglingastigi þar sem seldir eru drykkir og brauð. Á fimmtudögum skiptast þeir á að koma með skúffukökur til að selja.
Lesa meira

Staðfest covid-19 smit í 5. bekk

Í dag barst tilkynning um staðfest covid-19 smit hjá nemanda í fimmta bekk. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið boð frá smitrakningarteymi Almannavarna um að fara í sóttkví og starfsfólk sömuleiðis. Skólastjórnendur óska hinsvegar eftir því að nemendur fjórða og fimmta bekkjar verði heima á morgun, föstudag, í úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning stendur yfir og haldi sig til hlés þar til fyrirmæli um annað berast. Við munum senda frekari upplýsingar frá okkur á morgun og meta framhald skólahalds.
Lesa meira

Staðfest covid-19 smit í 8. bekk

Í dag barst tilkynning um staðfest covid-19 smit hjá nemanda í áttunda bekk. Nokkrir nemendur hafa þegar fengið boð frá smitrakningarteymi Almannavarna um að fara í sóttkví og starfsfólk sömuleiðis. Skólastjórnendur óska hinsvegar eftir því að nemendur áttunda bekkjar verði heima á morgun, fimmtudag og í sóttkví þar til fyrirmæli um annað berast. Við munum senda frekari upplýsingar frá okkur á morgun og meta framhald skólahalds.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár - skóli á morgun

Við sendum nemendum okkar og fjölskyldum þeirra óskir um gleðilegt nýtt ár með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Skólahald nemenda hefst á morgun, þriðjudag samkvæmt stundatöflu.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði. Þökkum gott samstarf á liðnu ári. Jólakveðja, Starfsfólk Borgarhólsskóla Kennsla hefst að óbreyttu á nýju ári þriðjudaginn 4.janúar skv. stundaskrá.
Lesa meira

Nýmóðins jólasveinavísur

Íslensku jólasveinar sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauðklædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barnafælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Fyrsta ritaða heimildin þar sem minnst er á jólasveinana er frá 17. öld en það er Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi.
Lesa meira

Styrkja Velferðarsjóð Þingeyinga

Á hverju ári má gera ráð fyrir að Íslendingar; fólk á vinnustöðum eða nemendur í jólapúkki verji hundruðum þúsunda í smágjafir til að gefa og þiggja. Undanfarin ár hafa nemendur haldið pakkapúkk fyrir jólin og skipst á gjöfum. Gildi þessarar hefðar hefur dvínað. Við viljum engu að síður nýta kraftinn sem býr í hugtakinu, sælla er að gefa en þiggja. Sem dæmi; ef starfsfólk Borgahólsskóla heldur jólapúkk þar sem hver kemur með glaðning að upphæð 2500 krónur væri það andvirði 172.500 króna. Margt smátt gerir eitt stórt.
Lesa meira

Piparkökuhúsakeppni

Fyrir jól er hefðbundið skólastarf gjarnan með fjölbreyttari hætti. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra.
Lesa meira