Lög foreldrafélags Borgarhólsskóla

 
1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Borgarhólsskóla. Heimili þess og varnarþing er á Húsavík.
2.gr. Félagsmenn eru foreldrar og forráðamenn nemenda skólans.
3.gr.
Félagsgjöld eru engin. Stjórn félagsins er þó heimilt að leita fjárstuðnings hjá félagsmönnum til afmarkaðra verkefna. Stjórnin tekur ákvörðun um fjársöfnun sem efnt er til á vegum félagsins.
4.gr. Tilgangur félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólastarfið í hvívetna.
5.gr. Foreldrar hverrar bekkjardeildar velja sér árlega einn fulltrúa úr sínum hópi sem situr til tveggja ára í senn, þannig að hverju sinni sitji tveir fulltrúar foreldra fyrir hverja bekkjardeild. Hlutverk þeirra er að skipuleggja félagsstarf bekkjardeildarinnar fyrir veturinn. Skipti á foreldrafulltrúa fer fram fyrir aðalfund félagsins. Stjórn félagsins skal stuðla að vali fulltrúa fyrir bekkjardeildir 1. árs nemenda.
6.gr. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok apríl ár hvert. Til hans skal boðað með minnst viku fyrirvara. Eftirfarandi dagskrá skal tekin fyrir:
  a) skýrsla stjórnar.
  b) reikningar félagsins.
  c) kosning í foreldraráð skv. 16. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla.
  d) kosning stjórnar.
  e) kosning tveggja skoðunarmanna.
  f) önnur mál.
7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð sex fulltrúum úr hópi foreldra, sem ekki eru jafnframt starfsmenn skólans. Allir foreldrar eru kjörgengir og öllum foreldrum er heimilt að bjóða sig fram eða tilnefna fulltrúa í stjórn. Stjórnin skiptir með sér verkum.
8.gr. Stjórnin skal semja starfsreglur sem unnið er eftir.
9.gr. Stjórn félagsins skal halda minnst þrjá fundi á hverju starfsári. Skólastjóri og einn fulltrúi kennara hafa seturétt á stjórnarfundum félagsins og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
10.gr. Verði félagið lagt niður renna eigur þess til Borgarhólsskóla.
11.gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins.