Þroskaþjálfun

Þroskaþjálfar við skólann bera, ásamt umsjónarkennara, ábyrgð á námi nemenda með fötlun. Í samstarfi við umsjónarkennara, stuðningsfulltrúa og foreldra útbýr þroskaþjálfi einstaklinganámskrá og skipuleggur nám nemendanna. Þroskaþjálfar skipuleggja námsaðstæður, útbúa námsgögn, meta námsárangur og endurskoða markmið ásamt samstarfsaðilum. Þroskaþjálfar skrá námsmat ásamt umsjónarkennara og skila til foreldra og nemenda.

Þroskaþjálfar eru í virku samstarfi við foreldra og þá starfsmenn skólans sem koma að viðkomandi barni. Reglulega eru haldnir teymisfundir með þeim aðilum innan skólans sem utan sem helst koma að málefnum barnsins.