Á hverjum tíma stöndum við á ákveðnum krossgötum. Sem þjóð erum við nýkomin út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þegar við vorum rétt farin að sjá fyrir endann á veirufaraldrinum réðust Rússar inn í Úkraínu. Síðustu ár hafa því einkennst af ákveðinni óvissu og ókyrrð í samfélaginu. Þegar óvissa ríkir reynir almenningur að leita sér upplýsinga sem hægt er að treysta. En á óvissutímum opnast jafnframt möguleiki fyrir ýmsa aðila á að fylla upp í tómarúmið með falsupplýsingum og upplýsingaóreiðu.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í dag í Safnahúsinu á Húsavík. Tólf sjöundubekkingar skólans komu saman og fluttu mál sitt fyrir gesti. Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk hófst veturinn 1996 - 1997 með þátttöku 223 barna í Hafnarfirði og á Álftanesi. Sex árum síðar voru börnin 4579 úr 151 skóla hringinn í kringum landið. Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í neinum venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Að þessu sinni ber daginn upp á 22. febrúar.
Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að nemendur eiga við lok fjórða bekkjar í sjónlistum, sem áður var kallað myndmennt að geta nýtt sér í eigin sköpun einfaldar útfærslur sem byggja á færni í meðferð lita- og formfræði og myndbyggingar. Nemendur annars bekkjar voru nýlega að læra um form. Þemað voru afrískar grímur. Nemendur áttu að búa til sínar eigin grímur. Krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og útkoman reglulega skemmtileg.
Það er gott að halda í hefðir. Þorrablót eiga sér langa sögu á Íslandi og ánægjulegt að halda við þeim sið, læra um sögu og menningu með áherslu á mat og geymsluaðferðir á mat. Einn af föstu liðunum í skólanum er að nemendur áttunda bekkjar halda þorrablót. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings en blótið var haldið í gærkveldi með pompi og prakt.
Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál. Tæplega einn af hverjum fimm nemendum skólans er með íslenskuna sem annað tungumál með einum eða öðrum hætti. Það eru 54 nemendur sem tala samtals fjórtán tungumál.
Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna.
Okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð. Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gleði. Þökkum gott samstarf á liðnu ári.
Jólakveðja, starfsfólk Borgarhólsskóla. Kennsla hefst að óbreyttu á nýju ári þriðjudaginn 3.janúar skv. stundaskrá.