- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
Námsráðgjafi er Anna Harðardóttir.
Aðsetur hennar er í stofu 21 í nýju álmunni.
Netfang: annahar@borgarholsskoli.is
Námsráðgjafi er við alla virka daga nema föstudaga.
Þjónusta námsráðgjafa stendur öllum nemendum skólans og foreldrum þeirra til boða. Þeir geta komið að eigin frumkvæði eða verið vísað af starfsmönnum skólans.
Námsráðgjafinn er málsvari og trúnaðarmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu um málefni þeirra, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.
Hlutverk námsráðgjafa
Hlutverk námsráðgjafa, sem og annarra starfsmanna skólans er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum er snerta nám, líðan og framtíðaráform.
Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklinga og hópa. Hann vinnur í samráði við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, s.s. umsjónarkennara/kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðinga og vísar málum einstaklinga til þeirra.
Starfssvið náms- og starfsráðgjafa er m.a. að: