Nemendur með adhd

Kennari með sérhæfingu á sviði ADHD vinnur í samstarfi við aðra kennara að skipulagningu námsins. Hugað að uppsetningu stundaskrár, námsefni, markmiðum, námsaðstæðum, námstækni, heimanámi, líðan og samskiptum. Kennari hittir nemandann eftir þörfum. Einnig vinnur hann í samstarfi við námsráðgjafa og aðra sérfræðinga sem koma að barninu. Skipulagður eru teymisfundir með foreldrum, umsjónarkennara og þeim aðilum sem að barninu koma eftir þörfum hverju sinni.

Byggður hefur verið upp þekkingarbrunnur innan skólans með endurmenntun starfsmanna og settur hefur verið saman gagnabanki með upplýsingum um adhd sem nýtist kennurum, nemendum og foreldrum.

Unnið var að þróunarverkefni sem bar heitið Að beisla hugann skólaárin 2011-2013 til að efla fagleg vinnubrögð með nemendur með ADHD í Borgarhólsskóla.