Stoðþjónusta

 

Í Borgarhólsskóla er unnið að því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Um árabil hefur verið lögð áhersla á að ráða þverfaglegt starfsfólk sem vinnur að alhliða uppvexti og þroska nemenda sinna.  Innan skólans er m.a. starfandi náms- og starfsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur sem nemendur geta leitað til og vinna í nánu samstarfi við kennara varðandi nám og líðan barna.

Einnig starfar í skólanum annað sérmenntað starfsfólk sem vinnur með nemendum á ólíkum sviðum sérkennslu og þjálfun.  Nemendur hafa aðgang að skólasálfræðingi og talmeinafræðingi sem starfa á vegum Félags- og skólaþjónustu Norðurþings.