Skólasýn

Borgarhólsskóli hefur að leiðarljósi

Að nemendur tileinki sér:

 • Víðsýni - Framsýni - Ábyrgð
 • Sjálfsvirðingu
 • Heiðarleika - Þekkingu - Félagsfærni
 • Jákvæðni

 

Markmið

 • Að nemendur rækti með sér samkennd og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra.
 • Að nemendur öðlist færni í tjáskiptum.
 • Að nemendur sýni frumkvæði í að rækta eðlislæga sköpunargáfu.
 • Að nemendur öðlist samfélagslega yfirsýn.
 • Að nemendur læri að móta eigin ímynd og styrkist í að bera ábyrgð á eigin lífi.
 • Að nemendur þroski með sér alþjóðavitund og skilning á umhverfisvernd.
 • Að nemendur þroski með sér virðingu fyrir náttúrunni.

 

Framkvæmd

 • Eineltisáætlun Olweusar (hópvinna-einstaklingsábyrgð-félagsleg ábyrgð)
 • Jákvæður agi - uppeldisstefna skólans
 • Námsefni (bækur-gagnabanki)
 • Salur (tjáning-leiklist-tónlist)
 • Foreldrasamstarf
 • Lífsleiknikennsla inn í bekk - Umræður um lífsgildi
 • Taka tillit til ólíkra þarfa nemenda
 • Viðhorfakannanir