Skólaráð

Skólaráð

Með gildistöku laga nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 koma skólaráð í stað foreldraráða.

Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn;

Skipan frá 2021

  • 2 kennarar

Eyrún Tryggvadóttir

Nanna Þ. Möller

  • 2 nemendur

Rakel Hólmgeirsdóttir

Sigurður Helgi Brynjúlfsson

  • 2 foreldrar

Eysteinn Heiðar Kristjánsson

Þorgrímur Sigmundsson

  • 1 starfmaður skóla

Sigurveig Rakel Matthíasdóttir

  • 1 úr grenndarsamfélaginu/eða foreldri

Adrienne Davis

  • Skólastjóri

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Mikilvægt er að starf skólaráðsins einkennist af opnum og jákvæðum samskiptum, góðum samstarfsanda, uppbyggilegri og málefnalegri gagnrýni og hvatningu.

Til að skólaráð geti sinnt hlutverki sínu er mikilvægt að fulltrúar þess séu í samstarfi við bakland sitt. Fulltrúar foreldra í skólaráði þurfa að vera í tengslum við stjórn foreldrafélags skólans, bekkjarfulltrúa og aðra foreldra. Þeir þurfa að geta miðlað upplýsingum um starfið og vera móttækilegir fyrir ábendingum frá öðrum foreldrum. Fréttabréf skóla og/eða foreldrafélaga eru mikilvæg í þessu sambandi en ekki síður heimasíður skóla.

Nauðsynlegt er að fulltrúar foreldra í skólaráði, stjórn foreldrafélags og bekkjarfulltrúar hittist nokkrum sinnum á ári til að skiptast á skoðunum og miðla upplýsingum.

 

Fundargerðir: