Óveður og skólasókn

Óveður / Ófærð

Skólahaldi á Húsavík er öllu jafna ekki aflýst nema í verstu veðrum og þá með tilkynningu á heimasíðu skólans og í útvarpi. Veðurráð Borgarhólsskóla mætir í skólann hvernig sem viðrar og er tengiliður skólans við foreldra. Skelli á vont veður meðan börnin eru í skólanum eru foreldrar beðnir um að sjá til þess að þau verði sótt eins fljótt og auðið er eftir að skóla lýkur.

Hlutverk veðurráðs:

 • Opnar skólann fyrir nemendum
 • Gerir viðeigandi ráðstafanir gagnvart nemendum
 • Er tengiliður skóla við foreldra
 • Svarar í símann

 

  Veðurráð Borgarhólsskóla

  Sveinn húsvörður 892-8533

  Halla Rún 863-4178

  Pálmi 892-1628