- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Útivistartími barna
92. gr. Barnverndarlaga nr 80, 2002
Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Útivistarreglur - Virðum lögin
Útivistarreglur eru bundnar í lög og okkur ber að fara að lögum. Við sendum börnum okkar ýmis skilaboð ef við hundsum gildandi reglur: "Það er allt í lagi að brjóta lögin, þau eru hvort sem er svo fáránleg."
Viljum við stuðla að slíku? Samræmdar útivistarreglur eru settar til verndar börnum og unglingum.
12 ára og yngri
Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri nema í fylgd með fullorðnum eftir kl. 20 á veturna og kl. 22 á sumrin.
13 - 16 ára
Unglingar 13 - 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 á veturna nema þeir séu á heimleið frá skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Útivistartíminn lengist um tvær stundir á sumrin.
Sveitarstjórnir geta breytt þessum aldursmörkum og tímasetningum með sérstakri samþykkt og staðfestingu félagsmálaráðuneytis.
Alls staðar eru reglur
Ef við viljum búa börnin okkar vel undir lífið þá er mikilvægt að þau venjist því frá unga aldri að samfélagið setur þegnum sínum ýmsar reglur.
Unglingar þurfa nægan svefn
Sá sem kemur seint heim fer seint að sofa. Skólinn er vinnustaður barnanna, syfjaðir og þreyttir nemendur afkasta litlu og námsárangur þeirra verður
slakari en ella. Unglingur þarf að meðaltali minnst níu stunda svefn.
Foreldrar bera ábyrgðina
Stundum þarf að halda fast um tauminn þótt það veki tímabundnar mótbárur. Við berum ábyrgð á uppeldi og velferð barnanna og reynum að haga uppeldinu þannig að börnin verði ekki fyrir áföllum. Útivistarreglur eru eins og umferðarreglur; því fleiri sem virða þær þeim mun auðveldar ganga hlutirnir fyrir sig. Hugsum til hinna foreldranna áður en við gefum lausan tauminn.