Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs

Skólastjórnendur Borgarhólsskóla annast verkefnastjórn, virkjun og uppfærslu viðbragðsáætlunar. Skólastjórnendur geta kallað öryggisráð skólans til samstarfs.

Skólastjórnendur Borgarhólsskóla eru: Þórgunnur R Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir deildarstjóri, Hjálmar Bogi Hafliðason deildarstjóri og Elsa Björk Skúladóttir deildarstjóri.

Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um neyðarstig vegna heimsfaraldurs gildir sem virkjun þessarar áætlunar. Áætlunin er byggð á viðbragðsáætlun Samband Íslenskra sveitarfélaga. Skólastjóri og öryggisvörður gæta þess að skólinn búi yfir nýjustu upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landlæknisembættinu um stig faraldursins. Annast eftirfylgni við leiðbeiningar til starfsmanna varðandi fyrirkomulag á vinnustað, kynna umgengisreglur og sjá um birgðahald vegna sótthreinsibúnaðar. Skólastjóri ber ábyrgð á að tilkynna starfsfólki og foreldrum um virkjun viðbragðsáætlunar.

Skólastjóri sér um samskipti vegna veikinda og fjarveru starfsmanna.

Umsjónarkennarar sjá um fjarvistaskráningar nemenda.

 

Skólastjóri hefur samráð við öryggisráð og starfsmenn um sértækar ráðstafanir ef forföll nemenda verða mikil. Eftir atvikum verða forfallakennarar eða aðrir starfsmenn fengnir til að hafa umsjón með námshópum, hópar sameinaðir eða kennsla felld niður tímabundið og nemendur 4. -10. bekkjar sendir heim ef ekki tekst að halda úti fullnægjandi þjónustu. Umsjónarkennarar eða staðgenglar þeirra hafa samráð við forráðamenn veikra barna um nám á meðan á veikindum stendur ef heilsa þeirra leyfir.

Öryggisráð skipa: skólastjóri Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, öryggisvörður Sveinn Hreinsson og Sigurveig Rakel Matthíasdóttir öryggistrúnaðarmaður.

 

Viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs má sjá í heild sinni með því að smella HÉR.