Jákvæður agi

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla eiga allir skólar að fylgja ákveðinni uppeldisstefnu. Eftir að hafa skoðað ýmsar stefnur var ákveðið að í starfi Borgarhólsskóla yrði lögð til grundvallar uppeldissefnan ,,Jákvæður agi“ (Positive discipline). Stefnan byggir á svokallaðri “sjálfsstjórnarkenningu”, sem felur það í sér að horft er á orsakir hegðunar og það gildismat sem býr að baki þegar leitast er við að ná fram leiðréttingu, frekar en reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast með ýmsum atferlismótunarkerfum sem hafa verið ráðandi í skólakerfinu um langan tíma. Hugmyndafræðin “jákvæður agi” gengur út á að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu. Við leitumst við að fá nemendur til að tileinka sér þrjú viðhorf og fjórar tegundir af hæfni. Þessir hlutir eru m.a. kenndir og þjálfaðir markvisst á bekkjarfundum.

PowerPoint sýning

Lausnahjólið